Sósíalistafokkið

,,Helvítis fokking fokk", var viðkvæðið árin eftir hrun. Annað orðalag á sömu hugsun er ,,ónýta Ísland" sem varð óopinbert slagorð Samfylkingar.

Píratar sáðu í þennan jarðveg óánægju og uppskáru fylgi, meira þó í könnunum en kosningum. Misheppnaða fólkið, það sem er of bjagað til að stunda hversdagslega atvinnu og eiga um það bil normalt fjölskyldulíf, dróst að framboðslistum Pírata. Ekkert er betra til að bæta eigið böl en benda á annað verra.

Núna eru sósíalistar mættir í helvítis fokking fokk-leikinn. Vonarstjarna þeirra, Mikael Torfason, sjálfsskipaður talsmaður fátæka fólksins, er búinn að finna skotspóninn: eiginkonu forsætisráðherra.

Sósíalistafokkið er heift án hugsunar, öfgar án mannasiða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Fylgi Píratanna fór í um 30 prósent á tímabili. Er ekki dálítið billegt að afgreiða þetta fylgi sem "misheppnaða" ósjálfbjarga óvinnufæra aumingja, sem séu ófæriri um að lifa normal fjölskyldulífi". Er það sæmandi menntuðum kennara að tala svona niður til stórs hluta þjóðarinnar? 

Ómar Ragnarsson, 13.4.2017 kl. 23:09

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er margt gott að segja um Mikael Torfason, þættir hans á Rúv hafa gefið fátækum og öryrkjum, sem voru svo lengi allsendis afskiptir í Efstaleiti, hljóðnemann til að lýsa lífi sínum og aðstæðum og tala máli sínu.

Gagnrýni hans á uppskrúfaða sjónvarpsaðdáun á munaðarlífi og ofrausn flottræfla við sjálfa sig er bara af hinu góða.

Dagskrárgerð hans um vist hans sem barns/unglings á sveitabæ undir Eyjafjöllum ásamt viðtölum við sama bændafólk, sem hefur spjarað sig svo vel gegnum dýrtíðar-erfiðleika og náð að auðgast bærilega með því að koma upp sveitargistingu án nokkurrar sýndarmennsku né fjársvika, var með bezta útvarpsefni sem maður hefur heyrt. 

Skyssu hans að ganga til liðs við "sósíalistaflokk" verðum við bara að sjá í gegnum fingur við.

Jón Valur Jensson, 14.4.2017 kl. 04:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband