Afnám hafta - og Samfylkingar

Ósigur stjórnmálaflokks verður ekki meiri en þegar veruleikinn afhjúpar helsta málefni flokksins sem kverúlantaraus. Samkvæmt Samfylkingunni frá 2008 og áfram var lýðveldið ónýtt og krónan sérstaklega ónýt.

Samfylkingin vildi Ísland í Evrópusambandið, sem berst nú við tilvistarvanda, og evru í stað krónu - sem átti að bjarga efnahagskerfinu.

Reynslan sýnir að fullveldi og króna voru bjargræði okkar úr kreppunni sem fylgdi í kjölfar hrunsins.


mbl.is Gjaldeyrisforðinn 800 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér finnst það athyglivert í fréttum dagsins að þeir sem gagnrýndu Davíð harðast fyrir lækkun eða afnám bindiskyldunnar skuli nú stíga á stokk og segja að það sé vafasamt að hægt verði að koma henni á aftur vegna þess að fjorfrelsið leyfi það ekki.

Gylfi fer hamförum nú og vill staus quo. Aðskilnaður viðskipta og fjárfestingabanka til að forða því að almenningur tapi öllu ef spilafíklar bankanna gera í brók, er líka vafa undirorpinn vegna reglna efnahagsbandalagsins.

Fjórfrelsið er jú hannað fyrir stórkapítalið og því merkilegt að sjálfkrýndir málsvarar litla mannsins skuli vera svona áfjáðir í að berjast gegn öllum hömlum á þá græðgisvæðingu.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.3.2017 kl. 12:50

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Annað merkilegt, en fyrirsjáanlegt er að Þórölfur Matt er aftur orðinn húsgagn og yfirkverúlant RUV. Það eru nánast engin takmörk fyrir því hvað er rætt. Þórólfur er Saraþústra þeirra um alla skapaða hluti.

Samfylkingin lifir enn góðu lífi í Efstaleiti, þótt hún sé útdauð allstaðar annarstaðar.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.3.2017 kl. 12:56

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er meira áhyggjuefni en nokkuð annað að Kúbverjarnir Gylfi Magg og Þórólfur Matt skuli vera orðnir helstu álitsgjafar og ráðgjafar um fjármál landsins. Þorvaldur Gylfa á kantinum líka og maður er farinn að kannast við myndina.

Tragikómískt.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.3.2017 kl. 13:11

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það þarf ekki mörg spor til að sauma saman stöðuna hjá Samfylkingunni í dag. En ykkur, Páll og Jón Steinar, tekst það snilldar vel.

Ragnhildur Kolka, 13.3.2017 kl. 14:08

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Nú er það svart hjá Benedikt Jóhannessyni fjármálaráðherra. Ráðuneytið hans á ekki einu sinni fyrir bleki í prentarann?

Þess vegna er munnleg skýrsla fjáramála og efnahagsráðherra nú rædd á þann krappa og ógagnsæja hátt sem raun ber vitni?

Ekki er hægt að prenta þetta skýrslu-smámál, um næsta banka/lífeyrissjóða-rán?

Hverjum finnst þetta eðlileg vinnubrögð hjá framkvæmdavaldi löggjafaþingsins á Íslandi?

Hvað er eiginlega að fólki sem finnst svona vinnubrögð eðlileg? Á svona stjórnsýsluspilltu Íslandinu? Sem hefur farið í stærsta banka/lífeyrissjóða-rán allra tíma með tilheyrandi hæðstu toppa falli allra tíma, frá stofnun svikabankarána-kerfis heimsins?

Almættið algóða, alvalda og alvitra gefi fólki styrk, kjark, vit og visku til að sjá og skilja hversu brengluð vinnubrögð þetta raunverulega eru.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.3.2017 kl. 16:33

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Enginn gjaldmiðill hefur nokkurntíma bjargað neinum sköpuðum hlut. Pappírsmiðar og málmskífur hafa aldrei getað tekið sjálfstæðar ákvarðanir. Það er barnaskapur að halda að það skipti öllu máli hvað gjaldmiðill heitir eða hvernig seðlarnir eru myndskreyttir. Það sem skiptir máli er hver eða hverjir fá að búa þá til, í hvaða magni þeir gefa þá út og það sem skiptir mestu máli: til hverra og á hvaða kjörum. Þess vegna er það líka barnaskapur að halda að undir því brotaforðakerfi sem við sitjum uppi með og tókum aldrei lýðræðislega ákvörðun um að velja til innleiðingar sem peningakerfi, geti stjórnmálamenn haft einhver teljandi áhrif á velferð gjaldmiðilsins. Vegna þess að það eru ekki stjórnmálamenn sem búa til peninga og þeir ákveða ekki hversu mikið af þeim og heldur ekki til hverra. Eina valdið sem þeir hafa yfir peningum er að færa þá með sköttum úr vasa almennings í sjóði ríkisins og útdeila þeim svo þaðan aftur til að greiða útgjöld ríkisins. Þeir hafa hins vegar enga stjórn á sjálfri útgáfunni, þó þeir haldi það sumir eða haldi kjafti yfir því ef þeir vita betur. Eina leiðin til að breyta þessu er að afnema brotaforðakerfið og taka í staðinn upp heilbrigt peningakerfi sem þjónar hagsmunum almennings.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.3.2017 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband