Trump og fjölmenning þjóðríkja

Bandaríkin fylgja ekki lengur þeirri stefnu að vera alheimslögga sem skipar málum í fjarlægum heimshornum. Þjóðríki velja sér sínar eigin leiðir í henni veröld, sagði Trump forseti í stefnuræðu sinni.

Hægt og sígandi læra Bandaríkin af mistökum sínum í Íraksstríðinu 2003 og afskiptum af innanlandsmálum í Sýrlandi og Líbýu. Ein afleiðing af mistökunum er vöxtur herskárra hreyfinga múslíma - sem Trump ætlar að berjast gegn af fullum krafti.

Nató getur ekki lengur treyst á að Bandaríkin fjármagni starfsemina með líkum hætti og áður. Þar af leiðir að vopnaskakið við landamæri Rússlands verður ekki lengur með stuðningi Bandaríkjanna. Í Evrópu skapast forsendur fyrir friðsamlegri samskiptum í austurátt.

Trump gæti reynst meiri friðarforseti en margur hugði.


mbl.is Þjóðarstoltið verði endurvakið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband