Skólar svindla á PISA-könnun

Brögð eru að því að skólar svindli á PISA-könnun með því að koma í veg fyrir að slakir nemendur taki prófið. Þar með hækkar meðaleinkunn viðkomandi skóla og sveitarstjórnarmenn geta barið sér á brjóst enda bera þeir ábyrgð á grunnskólum.

PISA-prófið, sem má nálgast í viðhengi í frétt mbl.is, er ekki unnið upp úr skólanámsefni heldur er það almennt þekkingarpróf. Til að ná betri árangri í PISA-könnun er ekki hægt að breyta einum þætti skólastarfs heldur verður að taka í gegn alla skólamenninguna: skipulag, kennsluhætti, námsefni, kennara og nemendur. Betri árangur í PISA-könnun gæti þýtt að öðrum markmiðum verði að fórna, s.s. almennri vellíðan nemenda.

Enginn skóli nær betri árangir í PISA-könnun nema með róttækri langtímaáætlun sem beygir skólastarfið undir PISA-mælikvarðann. Það er álitamál hvort það sé æskilegt.

Meðal kennara er rætt um að sumar skólaskrifstofur sveitarfélaga hafi einfaldlega stytt sér leið og beitt sér fyrir því að slakir nemendur tækju ekki PISA-prófið. Ómögulegt er að segja til um hvort slíkt svindl hafi haft áhrif á niðurstöður skóla einstakra sveitarfélaga án undangenginnar könnunar.

Það er vel hægt að komast að því hve PISA-svindlið var umfangsmikið. Það eru til skrár um hvaða nemendur tóku prófið og hægt að bera þær saman við nemendaskrár. Þá liggja fyrir upplýsingar um meðalforföll á hverjum degi, vegna veikinda og annarra fjarvista.

Þótt þessi færsla sé skrifuð í tengslum við frétt um skólahald í Hafnarfirði er ekki þar með sagt að skólaskrifstofan þar í bæ sé sek um PISA-svindl.


mbl.is Hafnarfjörður hækkar í PISA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ef rétt er munað þá er ekki einu sinni hægt að fá upplýsingar um frammistöðu einstakra skóla svo foreldrar fari nú ekki að heimta flutning barna sinna milli skóla. Hvað þá að upplýst sé hvort sveitarfélög eða skólastjórnendur eða kennarar séu með krumlurnar í niðurstöðunum.

Ragnhildur Kolka, 10.12.2016 kl. 12:27

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Takk fyrir ágætan pistil um þetta þarfa umræðuefni. Þvi miður hafa Íslendingar stundum stytt sér leið framhjá óþægilegum staðreyndum, samanber það þegar okkur tókst að "svindla" okkur upp undir toppinn á lista Sameinuðu þjóðanna um þær þjóðir þar sem umhverfismál væru í bestu lagi. 

Mér tókst í krafti upplýsingarskyldu yfirvalda að fá áfrit af skýrslu Íslands, og þá kom í ljós að Ísland var í hópi nokkurra fyrrum kommúnistaríkja í Austur-Evrópu, svo sem Úkraínu, Slóveníu og Króatíu, sem skiluðu auðu í reitinn "ástand jarðvegs og gróðurs". 

Þar stóð aðeins: "NA" hjá þessum þjóðum og okkur Íslendingum. 

Samt var Ólafur Arnalds nýbúinn að fá umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs fyrir frábæra rannsókn sína á "ástandi jarðvegs og gróðurs á Íslandi, sem reyndist hörmulegt. 

Á þennan hátt komumst við svona hátt í þessari könnun og hreyktum okkur mikið. 

Ekki þarf að fjölyrða um ástand jarðvegs og gróðurs í Úkraínu eftir Chernobyl-slysið og ástand í fleiri fyrri kommúnistaríkjum eftir sóðaskap þerra í umhverfismálum. 

Ómar Ragnarsson, 10.12.2016 kl. 14:28

3 Smámynd: Haukur Árnason

Er ekki verið að tala um lestrar kunnáttu og PISA í samhengi ? 'eg skil ekki hvernig stendur á því, því PISA prófið er ekki lestrarpróf. Til að koma vel út þarf nokkuð góða almenna þekkingu, ekki bara að geta lesið og skilið.

Hefur einhver svar ?

Haukur Árnason, 10.12.2016 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband