Forseti fólksins, skrílsins eða lýðveldisins

Fyrsta alvöru embættisverk nýkjörins forseta Íslands, að leiða fram vilja alþingis, gefur til kynna að Guðni Th. vilji vanda til verka. Hann talaði við alla formenn flokka sem eiga fulltrúa á alþingi. Að því loknum veitti hann sigurvegara kosninganna umboð til stjórnarmyndunar.

Guðni Th. reyndi að leggja gott til umræðunnar um launamál þingmanna og stjórnarráðsins þegar hann gaf færi á fjölmiðlaviðtölum vegna stjórnarmyndunar. Augljóst er að forsetinn meinti vel þótt orðalag hefði mátt vera varkárara.

Nýkjörinn forseti vill tileinka sér alþýðilega framkomu. En það er skammt á milli fólksins og skrílsins í umræðunni. Hæfileg og virðingarverð fjarlægð frá hitamálum samfélagsmiðlanna væri heppilegri nálgun en alþýðubragur. En á meðan Guðni Th. sýnir meginreglum lýðveldisins virðingu eru góðar líkur á farsælum ferli hans sem forseta þjóðarinnar.


mbl.is „Meðlimir kjararáðs eru ekki vont fólk“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Eins og Mile sagði; "meining góð"

(knattspyrnuþjálfari frá gömlu Júgoslavíu.)

Helga Kristjánsdóttir, 2.11.2016 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband