Sjálfstæðisflokkur og Vg í stjórn með Framsókn eða Viðreisn

Sigurvegarar kosninganna eru Sjálfstæðisflokkur fyrst og fremst en í sterku öðru sæti koma Vinstri grænir. Þessir flokkar eru hvor á sínum enda pólitíska litrófsins og ættu að mynda ríkisstjórn í nafni sátta og málamiðlana í samfélaginu.

Flokkarnir tveir þurfa þriðja hjólið undir vagninn til að fá starfhæfan meirihluta. Eðlilegast er að það verði annað hvort Framsóknarflokkur eða Viðreisn.

Viðreisn er meiri hægriflokkur en Framsókn og því fjær Vinstri grænum í pólitískum áherslum. Á móti kemur að ef Framsókn yrði þriðja hjólið kemur málið út eins og Vinstri grænir séu að bjarga fallinni stjórn. En Framsókn yrði litli flokkurinn í stjórninni og fengi veigaminnstu ráðuneytin.

Þriðji möguleikinn er að Björt framtíð yrði viðbótin, en það er veikasti leikurinn. Björt framtíð er vasaútgáfa af Pírötum.

Bjarni Ben. og Kata ættu að spjalla saman í nótt og finna samstarfsflöt. Við ættum ekki að þurf að bíða nema í svona 12 til 36 klukkustundir áður en nýr stjórnarmeirihluti er tilkynntur.


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn grætt á Pírötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þótt Sjálfstæðisflokkur og Vg séu hvor á sínum enda pólitíska mynstursins,er stefna þeirra í afstöðunni til ESb sú sama þótt vikið væri út af henni við stjórnarmyndun eftir hrun.- Eftir harða kosningabaráttu með verkefni eins og myndun ríkisstjórnar með sátt í huga,væri eðlilegast að að Framsókn kæmi þar að.Það er mín skoðun að Lilja Dögg sé ómissandi í utanríkisþjónustunni og ég held að allir sjái efni í Katrínu. 

Helga Kristjánsdóttir, 30.10.2016 kl. 03:18

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Viðreisn er órólega deild sjálfstæðisflokksins, ESB armurinn og vildarvinir banksteranna. Mér þætti gott ef þeim væri haldið utan stjórnarmyndunnar, annars endum við uppi með klofinn sjálfstæðisflokk í stjórn. Kostirnir eru ekki góðir. VG gæti verið aðhaldsafl og jafnvægisstöng, en ég sé alltaf Steingrím J. Fyrir mér sem höfuð flokksins og fulltrúa trénaðs aftuhalds og torfkofastefnu.

Afdráttarlaus afstaða gegn ESB er hinsvegar hin undirliggjandi bylgja í þessum úrslitum. Vonandi verður farið fljótt í já eða nei þjóðaratkvæði til að koma því krabbameini frá sem hefur sýkt íslensk stjórnmál of lengi.

Kannski VG sýni að þeir vilji í alvöru vinna traust kjósenda sinna til baka nú þegar þeir fá annan sjens.

Mér líst ekki á að það verði skilvirk og friðsæl stjórn Sjálfstæðis og Vg en máske besti kosturinn í stöðunni. 

Jón Steinar Ragnarsson, 30.10.2016 kl. 07:19

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Samkvæmt tölum nú sýnist mér vera hægt að mynda stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Samfylkingar.

Það yrði nú aldeils skrautlegt samstarf samt. 

Jón Steinar Ragnarsson, 30.10.2016 kl. 07:27

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Vísast yrði Oddný treg að vera í stjórn með Sjálfstæðisflokki,svo oft hefur hún látið ósk sína í ljós um að hann myndi ekki ríkisstjórn. -þetta minnir á  lausnina við að flytja -lambið refinn og heypokann- yfir á, þarf smá íhugun en lausnin er þarna.

Helga Kristjánsdóttir, 30.10.2016 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband