Fjórflokkurinn og annars flokks fræðimenn

Annars flokks fræðimenn við þriðja flokks háskóla tala um ,,hrun fjórflokksins" í þessum kosningum. Þeir kunna ekki að greina á milli tveggja merkinga hugtaksins ,,fjórflokkurinn".

Síðustu tvo áratugi liðinnar aldar var hugtakið notað um samtryggingarkerfi stjórnmálaflokka. Þeir sem töldu litlu skipta hverjir væru við völd notuðu þetta orð og sögðu að sami rassinn væri undir þeim flokkum.

Önnur merking hugtaksins er að það lýsir stjórnmálakerfi lýðveldisins. Fjórir flokkar, plús einn eða tveir annað slagið, þöktu pólitíska litrófið og ekki var þörf á fleiri flokkum.

Fjórflokkakerfið í fyrri skilningnum leið undir lok upp úr síðustu aldamótum og alfarið eftir hrun. Það dettur t.d. engum í hug, nema kannski bjána á Bifröst, að segja vinstristjórn Jóhönnu Sig. hafa verið ,,fjórflokkastjórn".

Seinni merking hugtaksins lýtur að fjölda flokka og í þeim skilningi getur dánardægur fjórflokksins ekki verið seinna en 2013. Það vita allir sem fylgjast með pólitík.


mbl.is 35,82% hafa kosið í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

jájá - 'fjórflokkurinn' er að taka þetta 

Rafn Guðmundsson, 30.10.2016 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband