Bandalag Pírata og Samfylkingar um ESB-aðild

Eini flokkurinn sem vill kosningabandalag með Pírötum er Samfylkingin. Oddný Harðardóttir formaður stökk á tilboð Pírata um leið og það var lagt fram. Oddný sér Pírata sem ESB-flokk.

Björt framtíð kallar útspil Pírata klækjastjórnmál og tilboð um ofbeldissamband. Formaður Viðreisnar tók í fyrstu vel í hugmynd Pírata en dró síðan í land. Vinstri grænir afþökkuðu á kurteisan hátt.

Píratar vilja breyta stjórnarskránni, sem er forsenda ESB-aðildar, og greiða þjóðaratkvæði um að endurræsa misheppnuðu ESB-umsókn Samfylkingar frá 2009-2013. Bandalag Pírata og Samfylkingar snýst um pólitíska samstöðu á meginsviðum.

Málflutningur Pírata og Samfylkingar allt þetta kjörtímabil gengur út á stjórnskipun okkar og fullveldi hafi gengið sér til húðar og þurfi að endurnýja með ESB-aðild. Kjósendum er greiði gerður með ESB-bandalagi Pírata og Samfylkingar. Valkostirnir verða skýrari.


mbl.is Standa frammi fyrir skýrum kostum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þetta útspil Pírata ætti að opna augu þeirra sem trúðu því að flokkurinn væri eitthvað ALVEG nýtt.

Gott að hafa bakvið eyrað að vinstrið getur ekki dulist að eilífu. það springur alltaf út fyrr eða síðar.

Ragnhildur Kolka, 17.10.2016 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband