Brexit eyðileggur EES á tvo vegu

Úrsögn Breta úr Evrópusambandinu eyðileggur ESS-samstarfið á tvennan hátt. Í fyrsta lagi verður til samningur milli Breta og ESB sem mun skapa fordæmi um tvíhliða samninga milli sambandsins og Evrópuríkja sem standa utan þess og eru ekki á leiðinni inn.

Í öðru lagi verður EES-samstarfið, eftir samning Breta við ESB, að hornkerlingu í skrifstofum ESB í Brussel. Bretland er til muna stærri samstarfsaðili ESB en smáríkin Ísland, Noregur og Lichtenstein sem mynda EES með Evrópusambandinu.

EES-samstarfið var upphaflega sett saman til að undirbúna Norðurlönd fyrir aðild að Evrópusambandinu. Eftir að Svíþjóð og Finnland urðu ESB-ríki 1995 og útséð var um að Ísland og Noregur yrðu aðilar var aðeins spurning um tíma hvenær EES-samstarfið yrði úrelt.

Brexit og ákvörðun Breta að ganga ekki í EES-samstarfið dæmir þetta samstarf úr leik. Aðeins á eftir að ákveða síðasta söludag EES-samstarfsins. Sá dagur rennur upp eftir að Bretar semja við Evrópusambandið. Það tekur líklega eitt til þrjú ár.


mbl.is Brexit tækifæri fyrir Ísland og Noreg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Nú er það úrelt!..Og sjálstæðissinnar andvarpa hátt; Úff gott að losa okkur við þráavarnarefnin.

Helga Kristjánsdóttir, 15.10.2016 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband