Guðni Th. reddar ekki Pírata-óreiðu

Ef Píratar verða stærsti stjórnmálaflokkur landsins eftir næstu kosningar getur Guðni Th. forseti ekki vikist undan því að veita Pírötum umboð til stjórnarmyndunar. Lýðræðislegra meginreglur og hefðir og venjur segja að sigurvegari kosninga og/eða stærsti flokkurinn fái stjórnarmyndunarumboð.

Píratar eru andófsflokkur sem vill bylta stjórnskipun landsins og stokka upp undirstöðuatvinnuvegi. Undir ríkisstjórn Pírata yrði óreiða í samfélaginu þar sem ólíkir hópar tækjust á um forræði landsstjórnarinnar.

Forsetinn gerir ekki annað en að veita stjórnarmyndunarumboð. Hann mun ekki skipta sér meira af stjórnarmyndun, enda ekki til þess kosinn. 


mbl.is Forsetinn myndar ekki stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Strax of Staðreyndavaktir taka fyrir nýja stjórnarskrá hrynur spilaborgin.

Feneyja-nefndin gaf ekki mikið fyrir það plagg.

Óskar Guðmundsson, 12.10.2016 kl. 14:32

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Snögg handtök Davíðs Oddssonar hér á árum áður gerðu aðkomu forseta að stjórnarmyndun nánast óþarfa. En við þær aðstæður sem nú eru uppi má gera ráð fyrir að málin flækist. Hvort Guðni Th verður fær um að lesa í stöðuna, skynja það sem sagt er og ekki síður það sem ekki er sagt á alveg eftir að koma í ljós. 

Ragnhildur Kolka, 12.10.2016 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband