Stórflótti af alþingi

Þeim fækkar sem gefa kost á sér til þingsetu eftir kynni af stjórnmálum og fjölmiðlaumræðu. Ásmundur Einar er líklega 18 sitjandi þingmaðurinn sem ákveður að gefa ekki kost á sér til endurkjörs.

Ásmundur Einar á aðeins að baki tvö kjörtímabil sem þingmaður og ætti framundan sín bestu ár í stjórnmálum. Ekki er æskilegt að alþingi sé umturnað á fárra ára fresti og eintómir nýliðar véli um löggjöfina og skipi stjórnarráðið.

Alþingi er æðsta stofnun lýðveldisins og stórflótti þaðan sýnar að stjórnmálamenning okkar er ekki í lagi.


mbl.is Ásmundur Einar hættir á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

Sæll Páll

Á Alþingi Íslendiga situr aðallega undirmálsfólk, popúlistar go buerokratar sem selja sig hægri vinstri, heiðarlegt fólk ílengist þar ekki.

Hrossabrestur, 20.8.2016 kl. 23:04

2 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

um leið og ég ber þakklæti til höfundar með að hafa í fulltingi við fráfarandi menntamálaráðherra, komið í veg fyrir að starfsfólk RÚV geti nú tjáð sig á netinu, þá minni ég á að þeir stjórnarþingmenn sem flýja nú skútuna, einn af öðrum treysta sér ekki í leðjuslaginn sem Sjálfsstæðis- og Framsókn munu þurfa að taka upp, aftur, frá því 2009-13. Það verður alvöru slagur. En nú kunna allir á Excel skjalið, taktana, frekjuna og yfirganginn, þess vegna sjá hinir sömu ekki sæng sína útbreidda og velja að flýja. Það verður alvöru stjórnleysi hér næstu árin, þá vonandi að e-ð breytist. Hitt er annað, að höfundur mun ekki breytast, hann mun syngja sem kanarífugl væri, í umboði Framsóknar og útvarpsstöðar, staðsetta við Nóatún, að mínu mati.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 20.8.2016 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband