Bretar nenna ekki EES, baráttan gegn aðild Íslands er hafin

Bretar vilja ekki EES-samninginn sem Ísland, Noregur og Lichentstein eru með við Evrópusambandið. Samningurinn skerðir nýfengið fullveldi Bretlands. Bretar ákváðu í þjóðaratkvæðagreiðslu 23 júní að hætta í Evrópusambandinu. Þeir munu ekki biðja um aukaaðild í gegnum EES-samninginn.

Úrsögn Breta úr ESB, Brexit, átti að leiða til hörmunga. Ekkert slíkt gerðist. Jafnvel ESB-sinnar á Guardian viðurkenna að áróðurinn um efnahagslega ísöld reyndist innihaldslaus.

Trúverðugleiki EES-samningsins stórskaðast þegar Bretar hafna aðild að honum. Ísland og Noregur sitja uppi með samning sem ekki er samkeppnisfær.

Niðurstaðan er einboðin: baráttan gegn EES-samningnum er hafin á Íslandi.


mbl.is Vilja frekar svissnesku leiðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vel mælt og rétt ályktað, Páll. 

Nú eiga menn þann kost að styðja flokk sem hafnar bæði EES og Schengen (sem opnað gæti á frjálsa för Tyrkja hingað, en ekki færri en fjórar milljónir þeirra segjast hlynntar ISIS, Ríki islams!).

Þessi flokkur er Íslenska þjóðfylkingin sem hafnar öllum öfgum (þ.m.t. rasisma), en hefur m.a. þá stefnu að afnema tekjutengingar lífeyrisþega og námsmanna og hækka frítekjumark allra í 300.000 á mánuði.

Jón Valur Jensson, 20.8.2016 kl. 10:25

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Einhver öfgafyllsta þjóð, afsakið, öfgafyllstu stjórnvöld við norður Atlandshaf eru norsk stjórnvöld. Þau urðu að gefa út yfirlýsingu um að Bretar væru of stórir fyrir EES áður en Bretum hafði gefist tóm til að velta málinu fyrir sér.

Hvernig væri að íslensk stjórnvöld veltu fyrir sér hvort það geti verið misvægi á milli Noregs og Íslands.  Mér finnst kaldreyktur Íslenskur lax og silungur mjög góður, en á Canary og víða í suður Evrópu er bara til vondur Norskur lax og oftar en ekki þrár.           

Hrólfur Þ Hraundal, 20.8.2016 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband