Vinstri grænir eru ESB-flokkur

Vinstri grænir stóðu að misheppnuðustu utanríkisstefnu Íslandssögunnar þegar þeir studdu ESB-umsókn Samfylkingar kjörtímabilið 2009 til 2013.

Vinstri grænir hafa ekki afturkallað stuðning sinn við ESB-umsóknina. Ekkert uppgjör hefur farið fram í flokknum vegna málsins.

Í stjórn með Pírötum og Samfylkingu og e.t.v. Viðreisn yrðu Vinstri grænir áfram stuðningsmenn ESB-aðildar.


mbl.is Hugnast ekki stutt kjörtímabil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Spurningin er eru þessir flokkar að fá styrki til að halda þessari ESB þráhyggju stefnu sinni. Það er ekkert mál tæknilega enda mikill ávinningur fyrir þessa flokka.  

Valdimar Samúelsson, 4.8.2016 kl. 21:27

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ráð er að lesa orð gamals VG-félaga, Indriða Aðalsteinssonar, bónda á Skjaldfönn við Ísafjarðardjúp, í snarpri grein hans í Mbl. 24.2. 2014 :  Opinberunarbók Össurar. Þar segir hann m.a. (leturbr. hér):

    • "En aftur til kosningavorsins 2009. Það tók ekki langan tíma fyrir sigurvegarann S.J.S. að slökkva á vonum og væntumþykju okkar þorra stuðningsfólks VG til ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Í sjónvarpsumræðum kvöldið fyrir kjördag hafnaði S.J.S. því algerlega, að til greina kæmi að óska eftir viðræðum um ESB-aðild. 

    • Orðrétt sagði hann við alþjóð: „Það samrýmist ekki okkar stefnu og við höfum ekkert umboð til þess.“ Hálfum mánuði síðar lagði stjórnarfleyið frá landi með Brussel fyrir stafni og aðildarumsókn sem leiðarljós. Nýjum og áður óþekktum hæðum Íslandssögunnar í kosningaloforðasvikum hafði verið náð.

    Og eftir smá-sprett um Jóhönnu segir Indriði:

      • "Hinn stjórnar„leiðtoginn“ S.J.S. lét ekki sitt eftir liggja í vígaferlunum. Hann hrakti Lilju Mósesdóttur og Atla Gíslason úr flokknum og flæmdi Ásmund Einar til Framsóknar. Ruddi síðan Guðfríði Lilju frá þingflokksformennsku. Að skipan Jóhönnu dró hann Jón Bjarnason úr ráðherrastól og gerði hvað hann gat að leggja Ögmund að velli í Kragaforvali. 

      • Í ársbyrjun 2012 er stjórnin í raun búin að missa þingstyrk til að koma málum sínum fram, enda klókindi hvergi að finna hjá forkólfum hennar sem töpuðu öllum sínum orrustum. 

      • En að sögn Össurar var stritast við að sitja þó að ljóst mætti vera að því lengur sem þessi „fyrsta hreina vinstristjórn“ héldi út, því sárgrætilegra víti til varnaðar yrði hún um alla framtíð."

      Þannig skrifa gamlir, trúir VG-menn nú um sinn fallna "leiðtoga". 

      Jón Valur Jensson, 5.8.2016 kl. 15:04

      Bæta við athugasemd

      Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

      Innskráning

      Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

      Hafðu samband