Birgitta í stað Jóhönnu: ESB-aðild, ný stjórnarskrá - og upplausn

Píratar vilja stutt kjörtímabil eftir næstu kosningar til að koma áhugamálum sínum í framkvæmd, sem er ESB-aðild og ný stjórnarskrá. Vinstri grænir eru til í allt sem tryggir þeim völd, samanber stuðningur þeirra við ESB-umsóknina á síðasta kjörtímabili, og Samfylkingin er enn ESB-flokkur.

Ný stjórnarskrá og ESB-aðild hanga saman. Stjórnarskráin leyfir ekki framsal valds til yfirþjóðlegrar stofnunar eins og Evrópusambandsins.

Komist kosningabandalag vinstriflokkanna til valda er leikurinn frá 2009 endurtekinn, með Pírata sem þriðja hjólið og Birgittu í stað Jóhönnu.


mbl.is Engar viðræður enn um samstarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er líklega rétt af þér Páll að reyna að koma því inn hjá kjósendum að helsta markmið pírata sé innganga í ESB.
Ja, eitthvað verður að reyna og þú ert nú ekki talinn vandur að meðölum.

Árni Gunnarsson, 4.8.2016 kl. 12:15

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Þá færð þú eina ferðina enn Páll minn snuprur fyrir að benda á það augljósa. Man ekki betur en Píratar hafi viljað ganga í ESB að minnsta kosti meðan Birgitta var kapteinn. Við ættum að þekkja taktinn sem gengur út á  að leyna aðferð vinstri flokkana til að ná takmarki sínu,að innlima Ísland í "brunarústirnar" i Evrópu. Nei! Ekki segja frá Strúturinn heldur að hann sjáist ekki. mb.kv áferð og flugi......

Helga Kristjánsdóttir, 4.8.2016 kl. 12:53

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er ekki stefna Pírata að ganga í ESB, heldur er það samþykkt stefna þeirra að slíkt skuli ákveðið af þjóðinni í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það ætti að vera fagnaðarefni fyrir fullveldissinna, ef við fengjum tækifæri til þess að hafna ESB aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu, því þar með væri málið dautt og allar hugmyndir um slíka aðild yrðu einfaldlega teknar af dagskrá.

Þess má enn fremur geta að meðal einstaklinga innan Pírata eru skiptar skoðanir um ESB aðild, en í yfirstandandi prófkjöri á höfuðborgarsvæðinu eru til dæmis minnst 17 frambjóðendur með þá yfirlýstu persónulegu afstöðu að vera andvígir aðild. Langflestir eru þó sammála því að rétt sé að ákveða slíkt í þjóðaratkvæðagreiðslu, óháð sinni persónulegu afstöðu.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.8.2016 kl. 13:06

4 Smámynd: Skeggi Skaftason

Ef veruleikinn hentar þér ekki búðu þá til nýjan!   laughinglaughing

Skeggi Skaftason, 4.8.2016 kl. 14:03

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ef veruleikinn sést ekki er hann í boxi merktur ; opnist eftir 100 ár!!

Helga Kristjánsdóttir, 4.8.2016 kl. 16:39

6 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Skv. Birgittu er stefna Pírata að efna til þjóðaratkvæðis um ,,framhald aðildarviðræna." Engar aðildarviðræður eru í boði og hafa aldrei verið, aðeins aðlögunarferli. Birgitta er að blekkja.

Páll Vilhjálmsson, 4.8.2016 kl. 18:04

7 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Guðmundur Ásgeirsson, þú veist eins vel og alheimur að höfnun ESB í atkvæðagreiðslu er aðeins upphaf endurtekinna atkvæðagreiðslna þar til þjóðir gefast upp og samþykkja. Það eina sem dugir er að rifa þennan óskapnað á hol og kasta tætlunum í allar áttir. 

Ragnhildur Kolka, 4.8.2016 kl. 18:28

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Nokkur dæmi um það að núvandi stjórnarskrá hafi leyft framsal valds til yfirþjóðlegra stofnana:  Alþjóða flugmálastofnunin, Sameinuðu þjóðirnar með öllum sínum sáttmálum, NATO, Alþjóðadómstóllinn í Haag, Mannréttindadómstóllinn í Strassborg, EFTA-dómstóllinn, Alþjóða siglingamálastofnunin, EES, þar sem við höfum ekki einu sinni neina möguleikat til að hafa áhrif á allar ESB-tilskipanirnar o.s.frv.

Ómar Ragnarsson, 4.8.2016 kl. 18:30

9 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Af jafn ritfærum og skynsömum manni og þér Ómar, er þessi athugasemd þín ansi fátækleg og raunar eins og klór í blautan leirbakka.

Af þeim erlendu stofnunum og samtökum sem þú telur upp eru flest þeirra á sviði öryggismála eða alþjóðlegra samtaka um frið. Einungis ein þessara stofnana er á sviði efnahagsmála, þ.e. EES aðildin.

Jafnvel þeir dómstólar sem þú nefnir eru einungis leiðbeinandi þó í flestum eða öllum tilfellum sé eftir þeim farið.

EES aðildinni var nauðgað upp á þjóðina, án þess að um það væri spurt. Því var staðfastlega haldið fram á Alþingi að sá samningur gengi ekki í berhögg við stjórnarskránna. Sé svo hefur annað hvort orðið einhver breyting á samningnum, án aðkomu Alþingis, nú eða að logið hafi verið að þingmönnum við afgreiðslu hans. Hvort heldur er þá er þessi samningur ógildur ef hann ber í bága við okkar stjórnarskrá.

Hitt liggur ljóst fyrir að aðild að ESB er allt annað mál og nauðsynlegt að breyta stjórnarskrá til að komast þangað inn. Þar er ekki bara verið að höndla með viðskipti, heldur byggir grundvöllur ESB samningsins á því að fullveldi þjóða sé "deilt". Um þetta er enginn ágreiningur og engum dettur til hugar að reyna að telja fólki trú um annað. Þetta er meitlað í svokallaða stjórnarskrá sambandsins, sem oftast gengur undir nafninu Lissabonsáttmálinn.

Svo er ekki um Alþjóða flugmálastofnunina, Sameinuðu þjóðirnar, Alþjóða dómstólinn í Haag, Mannréttindadómstólinn í Strassburg, EFTA dómstólinn eða Alþjóða siglingamálastofnunina. Og á heldur ekki að vera um EES samninginn,samkvæmt því sem þingmönnum var boðað fyrir samþykkt hans á Alþingi.

Gunnar Heiðarsson, 6.8.2016 kl. 07:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband