Guðni Th. þekkir ekki muninn á klukku og stjórnarskrá

„Klukkunni verður ekki snúið til baka,“ segir Guðni Th. forseti í viðtali við RÚV um það hvort þingkosningar verði í haust eða ekki. Nú er það þannig að stjórnarskráin mælir fyrir um alþingiskosningar á 4 ára fresti. Samkvæmt stjórnarskránni skal kosið til þings vorið 2017.

Með orðum sínum um ,,klukkuna" vísar Guðni Th. til pólitískra yfirlýsinga sem féllu við stjórnarkreppu síðast liðið vor. Þingmenn og ráðherrar gefa pólitískar yfirlýsingar daginn út og inn. Fyrir næstu þingkosningar, hvort heldur þær verða í haust eða vor, verða gefnar margar pólitískar yfirlýsingar sem munu líta skringilega út eftir kosningar.

Ef nýr forseti ætlar sér það hlutverk að túlka pólitískar yfirlýsingar þingmanna og ráðherra og taka undir kröfur um þingkosningar í blóra við stjórnarskrána er hann orðinn leiksoppur pólitískra hjaðningavíga. Slík atburðarás færir forsetaembættið niður á plan götustjórnmála.

Forsetinn sór drengskapareið að stjórnarskránni en ekki klukkunni. En klukkan getur verið ágætt verkfæri til að mæla líftíma stjórnmálamanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skeggi Skaftason

Nei sko, Sigmundur frá Hrafnabjörgum skrópar á innsetninguna og Palla Vil er í nöp við forsetann!

Þá hlýtur forsetinn að vera gera eitthvað rétt! cool

Skeggi Skaftason, 2.8.2016 kl. 10:39

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Dæmi um styttri kjörtímabil en 4 ár: 1931, 1934, 1937, 1942 haust, 1949, 1956, 1959 vor, 1959 haust, 1979 og 2009.  

Ómar Ragnarsson, 2.8.2016 kl. 11:01

3 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Höfundur (sem tókst með öðrum stjórnarflokknum að koma í veg fyrir að starfsfólk RÚV mætti tjá sig hér á vefmiðlum, flott hjá honum) gleymir hér að taka inn í myndina það sem eftir á fylgdi, að okkar ástsæli Forseti tók svona til orða eftir að hafa rætt málið við núverandi Forsætisráðherra, að það yrði kosið í haust, sem síðar var staðfest af þeim síðastnefndar. Það er því ekki svo að Forseti vor hafði fundið þetta upp hjá sjálfum sér eða haft þetta eftir vefsvæðum eða vefréttum. Hér fer höfundur einfaldlega með rangt mál eða byggir skoðuna sína á huglægu mati.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 2.8.2016 kl. 11:05

4 Smámynd: Már Elíson

Það eru sárindi víða hjá þeim sem studdu Móra - Þetta ætlar engan endi að taka.

Már Elíson, 2.8.2016 kl. 16:45

5 Smámynd: Ómar Harðarson

45. gr. stjórnarskrárinnar (leturbreyting mín):

Reglulegar alþingiskosningar skulu fara fram eigi síðar en við lok kjörtímabils. Upphaf og lok kjörtímabils miðast við sama vikudag í mánuði, talið frá mánaðamótum.

Ómar Harðarson, 2.8.2016 kl. 17:39

6 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Sitjandi forsætisráðherra getur í reynd rofið þing hvenær sem er en velji hann að gera það ekki gildir ákvæðið 45.gr um að kosningar fari fram að loknu kjörtímabili. 

Undarleg hvernig einfaldir hlutir vefjast fyrir fólki. Staðan er einfaldlega þannig að Sigurður Ingi ætlar að rjúfa þing ef einhver mál sem honum og Bjarna Ben finnast mikilvæg klárast (mál sem eingin veit í reynd hver eru)

Guðmundur Jónsson, 2.8.2016 kl. 19:07

7 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Stjórnarskráin gerir ráð fyrir 4 ára kjörtímabili, sbr.

31. gr. Á Alþingi eiga sæti 63 þjóðkjörnir þingmenn, kosnir leynilegri hlutbundinni kosningu til fjögurra ára.

Brýn rök þarf til að stytta kjörtímabilið, s.s. að ríkisstjórnin tapi meirihluta á þingi. Engum slíkum rökum er til að dreifa í dag.

Páll Vilhjálmsson, 2.8.2016 kl. 20:42

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það var nú óvart þannig að þessi ríkisstjórn sem var myndurð í vor af Sigurði Inga var skv. yfirlýsingu stofnuð til að var til haustsins.  Alveg sama hvað Páli eða öðrum finnst. Báðir stjórnarflokkarnir samþykktu þetta, annars væri hún væntanlega ekki starfandi í dag.  Ástæða þess að þing var ekki rofið síðasta vor var að klára þyrfti undirbúning að afnámi hafta og því er jú lokið að mestu núna.  Ekki það að haustið er afleitur tími að kjósa yfirleitt m.a. vegna fjárlaga. En held líka að það stefni í mikla óeiningu milli Framsóknarmanna innanflokks og eins milli þeirra og sjálfstæðismanna og þetta því sennielga skynsamlegt samt.

Magnús Helgi Björgvinsson, 2.8.2016 kl. 21:56

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Hvað sem þér sýnist um það Maggi      erum við vön óeiningu á þingi,sem hefur nú staðið samfellt frá hruni. Seinustu ár hatrammari en oftast áður,því andstæðingum ríkisstjórnarinnar er svo mikið í mun að þjóna evrópsku "veitum"sínum og því óþarfi fyrir þá að spara í þeim efnum,hvað þá að hugsa um sæmd eða heiður.- Þjóðræknir íslendingar munu fylkja sér um Framsókn,sem hefur flokka besta úrval af eldheitum ættjarðarvinum og kjark eins og fótboltalandslið okkar.-Hugurinn á minni til að snúa upp á tímann,hann framkallar grínmynd af Sigmundi og Bjarna í einni sæng (í dagbl). Samfó og VG.voru ólmir að spilla þessu sambandi,en eitthvað þorðu þeir minna í Sjálfstæðisflokkinn, enda þó nokkuð litaður af Samfylkingunni. Það verður kosið eins og lög gera ráð fyrir,vorið 2017..--

Helga Kristjánsdóttir, 3.8.2016 kl. 01:34

10 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er rétt Ómar, það hefur nokkrum sinnum komið til að kjörtímabil hafa verið stytt hér á landi.

En geturðu nefnt eitt dæmi þar um, þegar ríkistjórn hefur verið starfhæf og með afgerandi meirihluta á þingi?

Jafnvel á síðasta kjörtímabili, þegar þáverandi ríkisstjórn hafði misst meirihluta á þingi og þurfti að treysta á velvilja utanstjórnarþingmanna til að verjast vantrausti, var kjörtímabilið klárað!

Það sem er þó merkilegast við þennan farsa allan, er að þeir sem sátu í þeirri ríkisstjórn eru fyrirferðamestir þeirra sem nú krefjast styttingar á kjörtímabilinu!!

Staðreyndin er einföld, núverandi ríkisstjórn hafði ekki þann kjark sem þurfti, eftir að fjölmiðlar höfðu hoggið höfuðið af henni í vor, þeim manni verið komið frá sem þorði.

Eftir sátu gungurnar, í góðum félagsskap stjórnarandstöðunnar!!

Gunnar Heiðarsson, 3.8.2016 kl. 09:15

11 Smámynd: Skeggi Skaftason

Palli ætti að beina fýlubombum sínum til Sigurðar Inga og Bjarna Benediktssonar, en ekki nýkjörins forseta Íslands. Það voru þeir sem tilkynntu að kosið yrði í haust.

Palli segir að "brýn rök" þurfi til að stytta kjörtímabil. Aftur gæti hann auðvitað spurt þá kumpána Sigurð Inga og Bjarna hvaða rök lágu þarna að baki, en helstu rökin voru væntanlega þau að alvarlegur trúnaðarbrestur hafði komið upp á milli fyrrum forsætisráðherra og þjóðarinnar, sem olli því að forsætisráðherrann hrökklaðist úr starfi. 

Skeggi Skaftason, 3.8.2016 kl. 09:25

12 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Eðlileg krafa að þeir Sig.Ingi og Bjarni Ben skíri frekar þau brýnu rök fyrir styttingu kjörtímabilsins.-- Mitt mat er að handrit blekkingaratriðs á ríkissjónvarpinu gerði ráð fyrir því,að hinn ungi hrekklausi fyrrum forsætisráðherra verði ekki vítið með laserinn beint að augunum.-- Spyrjum núverandi háttvirta hvort þeir hyggist stjórna á plani götustjórnmála? 

Helga Kristjánsdóttir, 4.8.2016 kl. 01:33

13 Smámynd: Skeggi Skaftason

Já Helga, hrikalegt hvernig RÚV beinlínis plataði Sigmund til að ljúga!

Skeggi Skaftason, 4.8.2016 kl. 09:16

14 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

     HA! Hverju? 

    
    

Helga Kristjánsdóttir, 5.8.2016 kl. 02:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband