Sjö ár frá svikum Vinstri grænna

Vinstri grænir gengu til kosninga vorið 2009 með þá kosningastefnu að Ísland ætti ekki heima í Evrópusambandinu. Þann 16. júlí, nokkrum vikum eftir kosningar, sveik meirihluti þingflokks Vinstri grænna kjósendur sína og greiddi atkvæði með þingsályktun Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra um að Ísland skyldi sækja um aðild að Evrópusambandinu.

Þrír þingmenn VG lýstu því yfir í heyranda hljóði á alþingi að þeir greiddu atkvæði gegn yfirlýstri sannfæringu sinni þegar ESB-umsóknin var samþykkt á alþingi 16. júlí 2009. Umsóknin var samþykkt með 33 atkvæðum gegn 28, en 2 sátu hjá. Ef þingmenn VG hefðu greitt atkvæði samkvæmt sannfæringu sinni, eins og þeir vinna drengskaparheit að þeir skuli gera, hefði ESB-umsóknin verið felld: 31 atkvæði gegn umsókn, 30 atkvæði með og tvær hjásetur.

Álfheiður Ingadóttir sagði þetta í sinni atkvæðaskýringu er hún samþykkti tillögu Össurar:

Frú forseti. Stuðning minn við þessa tillögu um aðildarviðræður ber ekki að skilja sem stuðning við aðild Íslands að Evrópusambandinu. (Gripið fram í: Nú?) Ég er eindreginn andstæðingur þess að Ísland gangi í ESB og ég tel ólíklegt að aðildarviðræður muni skila samningi sem getur varið íslenska hagsmuni og auðlindir gagnvart alþjóðlegu auðvaldi og yfirþjóðlegri drottnun þess.

Svandís Svavarsdóttir þáverandi umhverfisráðherra lét eftirfarandi ummæli falla í ræðustól þingsins þegar hún samþykkt ESB-umsóknina

Frú forseti. Ég hef þá sannfæringu að Íslandi sé betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess. Ég hef þá sannfæringu að bandalagið sé á krossgötum eins og heimurinn allur og þurfi á endurmati að halda. Þar þurfi að efast um mælikvarða, grundvöll og forsendur þess samfélags sem við höfum byggt á Vesturlöndum undanfarinna áratuga. Ég hef þá sannfæringu að lýðræðið sé fyrir borð borið í Evrópusambandinu vegna þess að valdið er of langt frá fólkinu. Ég hef þá sannfæringu að markmið Evrópusambandsins sé að verða stórt og sterkt og hugsanlega sjálfstæður gerandi í stríði á forsendum valdbeitingar og yfirgangs eins og um hernaðarbandalag væri að ræða.

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra þá og núna formaður Vinstri grænna sagði frammi fyrir alþjóð þegar hún studdi tillögu Össurar um að sækja um aðild að ESB

Ég hef mótað mér mína afstöðu. Sem alþjóðasinni er ég krítísk á Evrópusambandið og ég tel hagsmunum Íslands betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess.

Svik þingmanna Vinstri grænna leiddu til ósigurs í kosningunum 2013 þegar flokkurinn fékk 10,9 prósent fylgi, helmingi minna en 2009.

Svandís og Katrín sitja enn á þingi og ætla báðar að sækjast eftir umboði kjósenda í haust.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Er ekki kominn tími til að Gunnarstaðamóri og kata littla endurnýji sömu loforðin svo að þau geti svikið þau aftur.

Hjörðinn sem hefur kosið VG gerir það aftur og aftur alveg sama hvað Gunnarstaðamóri og kata littla svíkja, hjarðhegðunin á sér engan líkan í VG Hjörðini me, me me.

Kveðja frá Seltjarnarnesi.

Jóhann Kristinsson, 16.7.2016 kl. 18:41

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Allar þessar hjartnæmu ræður enduðu á "eg segi já."

Ragnhildur Kolka, 16.7.2016 kl. 18:56

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Er ekki stefna þessa sama flokks með Katrínu Jakobsdóttur í broddi fylkingar að halda innlimunarferlinu áfram þrátt fyrir að vera á móti aðild?

Stefna þessa flokks er ótrúleg sem og gjörðir flestra þeirra sem á Alþingi hafa verið á þeirra vegum.

16.júlí 2009 var niðurlægjandi fyrir Vinstri græna og kjósendur þeirra, nokkuð sem þeir (VG) geta ekki hreinsað sig af nema með því að koma fram fyrir alþjóð og biðjast fyrirgefningar á framferði þeirra þann dag og reyndar allt til þessa.

Tómas Ibsen Halldórsson, 16.7.2016 kl. 19:22

4 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Nú er Palli farinn að ritskoða, setti inn athugasemd sem tekin er út. Mikilmenni er hann!

Jónas Ómar Snorrason, 16.7.2016 kl. 20:04

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  .....Þá hefur manni litli verið að drithnoða..!!  

Helga Kristjánsdóttir, 16.7.2016 kl. 21:07

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Vilhjálmur. Var það ekki planað vel af baktjalda-faldavaldinu, að svíkja suma grunlausa samflokksmenn og suma grunlausa kjósendur VG 2009?

Var það kannski líka planað að koma svo faldavalds-sérvöldum að eftir þessa bankastýrðu kúgunar og svikabrellu?

Hverslags baktjalda-stjórnendanna hugarfar er það eiginlega, að trúa því að þessi svikabrella banka/lífeyrissjóða-baktjaldadómaranna bankaræningjastýrðu takist aftur án athugasemda?

Það eru breytinganna tímar, og fólk felur ekki slóð svika á sama hátt og hefur verið gert alla daga, ár og aldir hingað til. Það eru jákvæðu hliðar alnetsins. Lögfræðingar og endurskoðenda-"sérfræðingar" faldavaldsins eru ofurvel launaðir verkamenn Mannon-tortímingar-trúarinnar á jörðinni. (Mammon-trú er nýjasta trúarbragðið blekkjandi)!

Neikvæðu hliðar alnetsins eru undanskotsmöguleikar banka, lífeyrissjóða og landlausra kennitöluflakkara-risafyrirtækja í "póstnúmeri 0000", í einskismannaðs-ríkisins ójarðtengda og óskattpínda, í netháloftunum netbankarænandi og dómstóla-kúgaða/stýrandi.

Og hverjum á að kenna um næstu svik hjá VG og fleiri "flokkum", Páll? Er ekki búið að plana það vel og sálfræði-vandlega bak við tjöldin, núna eins og hér um "árið"?

Láttu ekki eins og þú vitir ekkert um svikula blekkingarleikinn, Páll minn. Gangi þér og okkur öllum öðrum gölluðum, blekktum, óupplýstum og einföldum sakleysingjum vel að finna rétta leið út úr ógöngum svikanna.

Óheiðarleiki, svikaplön og stríð eru ekki lausn fyrir neinn, í flóknum og siðspilltum jarðarpúkanna-blekkingarskúmaskotum.

Hlúum að heiðarleikanum og kærleikanum, því þá vex og dafnar það góða í öllum. Innst inni vilja allir siðferðislegt réttlæti, frið og kærleika, þó sumir segi kannski annað vegna ótta við falda valdið. (Óttinn er vopnavarðanna fangelsi falda valds-fjölmiðla-þöggunarinnar).

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.7.2016 kl. 22:32

7 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Helga, óskaplega gerir þú lítið úr sjálfri þér, en þetta er kannski hin nýja kristilega hugsun. Ég bennti Páli einungis á það, mjög kurteisislega, eins og minn er vani, að á þeim tíma, og veit ekki betur en sé ennþá þeirra afstaða, að Íslandi sé betur borgið utan ESB. Hins vegar var sú afstaða tekin, að leyfa þjóðini að ákveða , það er virðingarvert. 

Jónas Ómar Snorrason, 17.7.2016 kl. 10:20

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Já kannski af því það er af svo miklu að taka. Kristileg hugsun er söm við sig og stoppuðu áleitin viðbrögð við dónalegri ath.semd þinni um síðuhöf. hermiorðið gat orðið "lítilmenni"....  

Helga Kristjánsdóttir, 17.7.2016 kl. 13:45

9 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Hver var dónaskapurinn hjá mér Helga? þætti vænt um að þú sýndir mér fram á það! Ég bendi þér á að líta í eigin barm.

Jónas Ómar Snorrason, 17.7.2016 kl. 14:10

10 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hvenær hafa kjósendur fengið að kjósa um ESB? Nema kanski sé óbein kosning um ESB, það er að segja í Alþingiskosningum 2013 og ESB flokkarnir voru rassskelltir í þeim kosningum.

Gunnarstaðamóri og kata littla hafa ekki að undanförnu haft þjóðarhag að viðmiði, heldur hefur það verið hagur peninga elítunnar sem hefur stjórnað þeirra aðgerðum. 

VG stendur fyrir valda græðgi.

Kveðja frá Seltjarnarnesi.

Jóhann Kristinsson, 18.7.2016 kl. 06:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband