Villi trymbill og gröfukallinn á Álftanesi

Mynd af Vilhjálmi Þorsteinssyni berja tóma tunnu á Austurvelli til að mótmæla sitjandi ríkisstjórn vegna fjármálatengsla ráðherra við aflandseyjar er reglulega birt á samfélagsmiðlum.

Vilhjálmur sagði af sér gjaldkerastöðu Samfylkingar í byrjun mánaðar, mætti galvaskur að mótmæla á Austurvelli um miðjan mánuðinn en segir af sér stjórnarsetu í Kjarnanum í lok mánaðarins. Hann átti sem sagt sjálfur eignir í Lúx og Tortólu en mótmælti engu að síður kröftuglega á Austurvelli.

Villi trymbill er skeggjuð útgáfa af manninum sem eyðilagði húsið sitt með gröfu rétt eftir hrun og fékk fjölmiðla til að trúa því að hann væri fórnarlamb. Þegar nánar var að gætt reyndist gröfukallinn ekki Hversdags-Jón í launavinnu heldur maður með slóða á eftir sér.

Hvað ætli séu margar útgáfur af Villa trymbli og ónafngreinda gröfukallinum sem mæta á Austurvöll að gera hávaða?


mbl.is Vilhjálmur átti félag á Jómfrúareyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maðurinn er ómerkingur og hætt við að hann losni seint við þann stimpil. Svo er bara að sjá hvort fleiri slíkir finnist, kemur í ljós.

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 25.4.2016 kl. 23:58

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ömurlegt að Vilhjámur skildi ekki þarna fyrir mánuði segja frá þessu öllu. En finnst furðlegt að sjá að menn séu bara að pirra sig yfir honum hér. Hvað með framskvæmdastjóra Framsóknar sem stóð í allskonar leynimakki þarna á Jómfrúareyjum. Og hvað með fyrrum ráðherra og Seðalbankastjóra Framsóknar. Finnst þetta allt bara mjög dapurt. Vilhjálmur hefur þó sagt af sér sem gjaldkeri Samfylkignar þó þetta hafi verið hans eigin peningar sem hann var að sýsla með. Ólíkt mörgum öðrum sem voru í raun að fara með peninga sem þeir fengu lánaða þarna út og þurfa svo aldrei að broga til baka. Heldur eru það þá væntanlega viðskiptavinir bankana sem borga það með hærri vöxtum og þjónustugjöldum. Hef t.d. tekið eftir því að Forsætisráðherra segir í kvöld að hann sé sáttur við skýringar framkvæmdastjóra Framsóknar.  Og hér á þessu bloggi hef ég ekki séð neinar meinleg blogg um hann.

Magnús Helgi Björgvinsson, 26.4.2016 kl. 01:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband