Óttar og fallin sjálfsábyrgð

Óttar Guðmundsson geðlæknir gagnrýndi í viðtali sjúkdómavæðinguna, einkum þann hluta sem snýr að andlegu heilbrigði. Skilaboð samfélagsins, í fjölmiðlum og á fésbókum, er að við eigum öll að eiga hamingjuríkt líf með endalausum skemmtilegum atvikum og miðla með sjálfsmyndum á fésinu.

Þeir sem eiga misjafna daga eru með böggum hildar og finnst samfélagið skulda sér hamingju. Ef ekki vill betur er hægt að ýkja vansældina og fá fjölmiðil að taka við sig viðtal og fá þannig frægð í einn dag eða yfir helgl. Frægð er þrátt fyrir allt ein tegund hamingju.

Niðurbrot á veggnum sem aðskilur einkalíf frá opinberum vettvangi fóstrar þá hugmynd að maður sjálfur ber ekki ábyrgð á eigin lífi heldur samfélagið. Niðurfelling sjálfsábyrgðar ýtir undir þann skilning að aðrir en maður sjálfur gefi lífinu tilgang. Og þá er illt í efni. Einstaklingur sem fær lífshamingjuna frá hinu opinbera er ekki lengur sjálfráða.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Marinósson

Mér sýnist það nú vera hægri öfgamenn hér á blogginu sem eru mest með "böggum hildar" og reyna stöðugt að vekja athygli á sínum tapaða málstað með daglegum greinaskrifum þarsem yfirleitt er ráðist að persónum fólks á mismunandi ógeðfelldan hátt.

Ágúst Marinósson, 22.4.2016 kl. 22:47

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Mér sýnist Ágúst Marinós hefði gott af því að kynna sér muninn á persónuárásum og almennri umfjöllun um tískustrauma í fjölmiðlun.

Fyrirbærið sem þeir Óttar og Páll fjalla um er skaðlegt jafnt fyrir þann sem opinberar raunir sínar og þann sem þrífst á þeim. Þeir einu sem græða eru fjölmiðlarnir sem búið hafa til eftirspurnina.

Ragnhildur Kolka, 23.4.2016 kl. 10:22

3 Smámynd: Ágúst Marinósson

Virðist sem "almenn umfjöllun um tískustrauma í fjölmiðlun" hér á blogginu gangi mest út á að ráðast á RÚV.  Það er alþekkt aðferð þeira sem hagsmuni hafa að verja að skjóta sendiboðann.

Ágúst Marinósson, 23.4.2016 kl. 12:59

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það myndi auðvelda umræðuna ef Águst héldi þræði.

Ragnhildur Kolka, 23.4.2016 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband