Mannréttindi morðingja - okkar vegna

Mannréttindi hljóta að vera algild og ná til morðingja. Anders Behring Breivik nýtur mannréttinda þótt hann virti til lítils helgasta rétt annarra - að fá að lifa.

Réttindi Meðal-Jónsins er betur varin þegar menn af sort Breivik njóta þeirra. Mannréttindi falla þrátt fyrir allt ekki af himnum ofan. Þau eru mannasetning.

Það kann að hljóma eins og mótsögn, að njóti menn eins og Breivik mannréttinda, er almannahag betur borgið. En mótsögnin hverfur um leið og breitt er yfir sérnafn geranda og strikað yfir verknaðinn. Réttlætisgyðjan er iðulega sýnd blind. Hún fer ekki í manngreinarálit og vill að allri njóti réttlætisins, þar á meðal mannréttinda.


mbl.is Breivik vinnur mál gegn norska ríkinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Breivik sagði að maturinn í fangelsinu væru eins og pyntingar. Svo er ríkið dæmt til að greiða málskostnað fyrir hluta ákærunnar sem það var sýknað af. Er það réttlæti?

Þegar menn hafa sagt siðmenntuðu samfélagi stríð á hendur, eins og Breivik og aðrir hryðjuverkamenn gera, á samfélagið rétt á því að verja sig. 

Ég skil sjónarmið síðuhafa að sjálfsögðu, en þegar frjálslyndið er orðið svo mikið að það má ekki tryggja öryggi borgaranna af hættu við Mannréttindadómstól Evrópu er skilgreining og framkvæmd á mannréttindum komin í miklar ógöngur.

Wilhelm Emilsson, 20.4.2016 kl. 16:47

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Með köldu blóði myrti Breivik 77 manneskjur. Hann fær 21 árs dóm. Það hlýtur að vefa umhugsunarvert.

Wilhelm Emilsson, 20.4.2016 kl. 17:17

3 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Sælir

Svo sannarlega er það meira en umhugsunarvert. Skáldsagan Undirgefni, líkt og frásagnir af falli Konstantínópel, koma öllum í hug.

Einar Sveinn Hálfdánarson, 20.4.2016 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband