Virkir í athugasemdum verða þjóðfélagsafl

Virkir í athugasemdum og vinir þeirra mættu eins og kallaðir á Austurvöll á mánudag og fylgdu handriti, sem er með rauðan þráð og samsærisplotti en hörmulegan endi.

Rauði þráðurinn er að Ísland sé ónýtt, plottið að yfirvöld láti ekkert tækifæri ónotað til að níðast á almenningi og endirinn að ríkisstjórn Pírata taki völdin.

Virkir í athugasemdum verða þjóðfélagsafl í krafti góða fólksins á fjölmiðlum og í vinstriflokkunum.


mbl.is Boða til mótmæla við Bessastaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Er hópurinn jæja að fara mótmæla afsögn Sigmundar þá? á hann semsagt að vera áfram.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 7.4.2016 kl. 09:48

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Rétt í þessu var að ljúka innhringingartíma á Bylgjunni. Engin rödd heyrðist gráta þá niðurstöðu sem stjórnarflokkarnir komust að í gær. Og sumir rifjuðu upp "afrek" Jóhönnustjórnarinnar. Allir virtust sammála um að fréttamenn væru ekki að standa sig.

Innhringjendur voru bara venjulegt fólk sem þráir það eitt að lifa lífi sínu í friði fyrir uppivöðsluseggjunum.

Ragnhildur Kolka, 7.4.2016 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband