Birgitta: ætlum að fella Sigmund, skítt með pólitíkina

Birgitta Jónsdóttir leiðtogi Pírata segir skilmerkilega og án þess að skammast sín að stjórnarandstaðan hyggst fella Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra með vantrausti.

Þetta heitir að fara í manninn en ekki málefnið.

 


mbl.is Snýr fyrst og fremst að Sigmundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Krafa um vantraust á SDG kallar á umræður um málið, sem er bara fínt, ekki síst fyrir SDG sjálfan.

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.3.2016 kl. 12:04

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"stjórnarandstaðan hyggst fella Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra"

Er búið að afnema þá meginreglu að við atkvæðagreiðslu á Alþingi ráði meirihluti atkvæða? Síðast þegar ég vissi var stjórnarandstaðan nefninlega með minnihluta atkvæða á þingi.

"Þetta heitir að fara í manninn en ekki málefnið."

Hafa aðrir en forsætisráðherra gerst brotlegir við stjórnsýslulög vegna persónulegra tengsla við kröfuhafa í slitabú bankanna? Það er nefninlega málefnið sem þetta snýst um, en ekki maðurinn.

"Birgitta Jónsdóttir leiðtogi Pírata..."

Já það er víst ekki mjög fínt að fara í manninn frekar en málefnið.

Guðmundur Ásgeirsson, 31.3.2016 kl. 12:38

3 identicon

Mér finnst að Páll ætti að lesa pistil Jóns Magnússonar til að átta sig aðeins á hlutunum.

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 31.3.2016 kl. 14:03

4 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Þetta snýst ekki um árangur ríkisstjórnarinnar heldur siðferði þingmanna. Og það vita það allir að ríkistjórnarflokkarnir hafa meirihluta á þingi svo allar líkur eru á að tillagan verði felld.Það getur hins vegar slæmt fyrir ríkistjórnina að sitja út kjörtímabilið. Málið á bara eftir að versna og versna.

Jósef Smári Ásmundsson, 31.3.2016 kl. 15:59

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Siðferði er ekki mælikvarði á neitt annað en lífsskoðun hvers og eins.
Því skiptir árangur ríkisstjórnarinnar fyrir þjóðarheildina meira máli en hvernig einstaklingum hugnast hann.


Kolbrún Hilmars, 31.3.2016 kl. 16:15

6 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Er þetta þá bara lífsskoðun að færa peninga í skattaskjól í stað þess að greiða skatt af peningingunum hér á landi eins og allir landsmenn?

Jósef Smári Ásmundsson, 31.3.2016 kl. 16:26

7 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Jósef Smári

Það hefur komið fram að allir þessir sem eru í umræðunni eru ekki í frekara skattaskjóli en það að allir hafa frá fyrstu tíð gert grein fyrir þessu í skattframtölum sínum. 
Þá hefur enfreemur komið fram í viðtali við skattasérfræðing á dögunum í fjölmiðlum að eiginkona forsætisráðherrans hefði grætt á því að hafa þessar innistæður hér á landi frekar en í erlendum banka, sem ekki er skattaskjól reyndar.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 31.3.2016 kl. 16:55

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Jósef, hvorki siðferði né lífsskoðun skiptir máli um það hvar fólk vill geyma peningana sína - aðeins hvar ávöxtunin, aðstæður og öryggi geymslunnar skiptir máli.  T.d. segir siðferði eins að fénu sé best varið hjá góðgerðastofnun; siðferði annars býður honum að varðveita og ávaxta það fyrir afkomendur sína.  Getur þú sjálfur dæmt um það hvor sé siðsamari?

Kolbrún Hilmars, 31.3.2016 kl. 17:31

9 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Kolbrún. Við erum að sjálfsögðu að tala um að allir séu jafnir að lögum þegar kemur að skattgreiðslum. 

Jósef Smári Ásmundsson, 31.3.2016 kl. 18:08

10 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Jósef Smári

Þá er málið dautt, það eru allir jafnir í þessu dæmi, nema hvað konan hefði sparað í skattgreiðslum hefði hún verið með allt saman hér á landi.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 31.3.2016 kl. 18:11

11 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Jósef, sammála; allir eiga að vera jafnir að lögum hvað varðar skattana.
Enda eru skattalög sem betur fer ekki sniðin að siðferði manna.  :)

Kolbrún Hilmars, 31.3.2016 kl. 18:37

12 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Um hvaða jafnræði ert þú að tala Kolbrún. Að t.d. SDG mæri svo krónuna að hann telji hana sterkustu mynt í heimi, en kýs samt sjálfur að hafa aurana sína í erlendi mynt. Farðu nú að vakna stelpa.

Jónas Ómar Snorrason, 31.3.2016 kl. 22:10

13 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Heyrðu mig Jósef !

Það er ekkert verið að tala um peningana hans Sigmundar, svo það sé á hreinu.

Sindri Karl Sigurðsson, 31.3.2016 kl. 22:58

14 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Afsakið Jósef, þessari athugasemd átti að vera beint að Jónasi. Inntak hennar er þó óbreytt.

Sindri Karl Sigurðsson, 31.3.2016 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband