Þýsku kosningarnar eru stórt Nein

Sigurvegarar kosninganna í Þýskalandi, AfD, er flokkurinn sem segir nei við Merkel kanslara, nei við flóttamönnum, nei við Evrópusambandið, nei við múslímum, nei við fjölmiðlum og nei við evruna. Þannig útskýrir álitsgjafi Spiegel niðurstöðu kosninganna í þrem þýskum fylkjum í gær.

Merkel kanslari mótar þýska pólitík síðustu árin, aðrir fylgja. Nema AfD, sem býður  valkost: ekki taka við flóttamönnum; ekki niðurgreiða efnahag Grikkja, Ítala, Portúgala og annarra evru-ríkja; ekki leyfa múslímavæðingu samfélagsins; ekki láta frjálslynda fjölmiðla ráða dagskrá stjórnmálanna.

Sigur AfD er afgerandi. Flokkurinn fær frá 12 prósent fylgi upp í 24 prósent. Sigur AfD breytir þýskum stjórnmálum og þar með evrópskum stjórnmálum. Stjórnmálaöfl með líkar áherslur og AfD fá aukinn styrk.

Evrópska stjórnmálaelítan verður að finna bakkgírinn í stórum málum til að verða ekki skilin eftir af flokkum eins og AfD. Pólitísk kreppa ofan á flóttamanna-kreppuna sem lagðist á evru-kreppuna verður þolraun meginlands Evrópu næstu árin.


mbl.is "Hryllingsdagur" fyrir Merkel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Hér er skautað fimlega framhjá þeirri staðreynd að raunverulegir sigurvegarar kosninganna eru sósíaldemókratar og græningjar (með vel yfir 40% atkvæða nágranna minna í Rheinland-Pfalz) og Baden-Wurtemberg.  AfD náðu einungins framsóknar-fylgi (12%) sem þeir tóku aðallega af íhaldinu (CDU).  Engar stórfréttir og ljóst að SPD og grænir græða á framsóknar-nýnasista klofningsframboði CDU. :)

Vissulega eru fleiri fasistar í Sachsen og gamla DDR...rétt eins og í Suður-kjördæmi á Íslandi þar sem siðmenningin er ekki alveg á pari við aðra landshluta.  En þessu pakki verður haldið í skefjum.  Keine Sorge!

Róbert Björnsson, 14.3.2016 kl. 08:36

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Það þarf ekki margorða færslu Esb,sinna svo ekki komi Pakk eða pakki fyrir í henni.Þeir eru jú í óðaönn að pakka saman og taka upp gamla jafnaðarstefnu,með von um hærrahlutfall en 12,5%.....

Helga Kristjánsdóttir, 15.3.2016 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband