Jón Baldvin leggur geðheilsupróf fyrir Samfylkinguna

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrum formaður Alþýðuflokksins og utanríkisráðherra, er sá stjórnmálamaður sem setti ESB-umsókn Íslands á dagskrá stjórnmálanna fyrir síðustu aldamót.

Jón Baldvin var lengi málefnalegast og einarðasti talsmaður aðildar Íslands að Evrópusambandinu.

Í dag er Jón Baldvin þeirrar skoðunar að ESB sé brennandi hús sem Íslendingar ættu að halda sig fjarri.

Samfylkingin heldur enn fast við þá stefnu að Ísland eigi að sækjast eftir aðild að Evrópusambandinu. Guðfaðir Samfylkingar er búinn að leggja geðheilsupróf fyrir flokkinn. Prófúrlausn hlýtur að liggja fyrir á vordögum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þeir ESB sinnar sem endilega vilja "kíkja í pakkann" .... ætli þeir vilji kíkja inn í brennandi húsið?

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.3.2016 kl. 15:11

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Ærlegur maður Jón Baldvin og sýnir ábyrgð. 

Helga Kristjánsdóttir, 7.3.2016 kl. 17:23

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Furðulegt hvernig menn lesa úr viðtölum. Ég skil Jón Baldvin þannig að hann segir að eins og staðan er í Evrópu eins og er þá bíðum við. En síðar þegar þeir eru búnir að koma skikki á málin þá ættum við að skoða þetta aftur: Sbr.

"Jón Baldvin tekur þó fram að framtíðarsýnin sé óbreytt, að vera í nánu sambandi við aðrar lýðræðisþjóðir, sérstaklega á Norðurlöndum og við Eystrasalt, en hann sé pólitískur raunsæismaður. „Við göngum ekki inn í brennandi hús núna. Slökkvið fyrst eldana.“ "

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.3.2016 kl. 18:50

4 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Jón B. ser þó sannleikann vonandi heldur hann ekki að brunarústir rísi upp á ny ?

sealed

Erla Magna Alexandersdóttir, 7.3.2016 kl. 20:07

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Jón Baldvin hefur rétt fyrir sér að ESB er brennandi hús, en hann nefnir ekki að húsbændurnir í Brussel skynja ekki vandann og halda áfram að sprauta benzíni á bálið.

Ragnhildur Kolka, 8.3.2016 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband