ASÍ-Gylfi: fólk framleiðir ekki vörur

Forseti Alþýðusambands Íslands virðist þeirrar skoðunar að vörur framleiða sig sjálfar. RÚV birti þessa skoðun Gylfa Arnbjörnssonar sem stendur í stælum við forsætisráðherra.

Búvörusamningar við bændur eru deiluefnið. Gylfi sagði í frétt RÚV:

Að líkja fólki við einhverjar vörur, og réttindi og mannréttindi fólks við stöðu einhverrar vöru, þó að það séu íslenskar landbúnaðarvörur, er einhver samlíking sem nær ekki nokkurri átt.

Búvörusamningar ráða kjörum bænda, alveg eins og launasamningar ráða lífsafkomu launþega. Forseti ASÍ er genginn í barndóm þegar hann ræðir matvæli eins og þau detti af himnum ofan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

 Gylfi skilur ekkert, ekki frekar en fyrri daginn.

Gunnar Heiðarsson, 5.3.2016 kl. 21:10

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Gylfi er klaufskur.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.3.2016 kl. 21:51

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Á ég þá að skilja þetta þannig að við borgum bændum laun sem samt eru tengd framleiðslu þeirra þannig að því mera sem þeir framleiða borgum við þeim hærra kaup. En svo þurfum við að borga þeim líka fyrir það sem þeir framleiða ef við ætlum að borða mjólkurafurðir, nauta og kindakjöt. En hvað þá með fyrirtæki sem eru nú á síðustutímum að kaupa jarðir og sameina kvóta þeirra sem og að t.d. Skinney þinganes er að byggja stærst bú landsins. Borgum við þá eigendum þess laun og borgu þeir svo líka fyrir vörurnar sem við kaupum af þeim. Í mörgum löndum eru stjórnvöld löngu búin að afnema framleiðslustyrki en greiða þess í stað dreifbýlisstyrki og þess háttar til að halda landsvæðum í byggði en þeim sem þar búa er ekki stýrt í að framleiða ákveðna vöru heldur er þeim það frjálst. Eins skilst mér að í raun fari stærstur hluti niðurgreiðslna mest í milliliði.  Og miðað við hversu háir þessir styrkir eru er furðulegt að við séum ekki með langódýrustu landbúnaðar afurðir í Evrópu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.3.2016 kl. 00:52

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Við erum með langheilmæmustu afurðir í Evrópu.

Helga Kristjánsdóttir, 6.3.2016 kl. 03:05

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Einokunar Gylfi! Honum ferst.

með ofbeldi hefur hann knúið fram kauptaxta sem framæleiðslan stendur ekki undir. Hann bannar okkur að kaupa annað vinnuafl sem er í boði. Henn einn er með allsherjar vernd og einokun.

Hvað halda menn að landbúnaðurinn myndi spara ef hann gæti flutt inn vinnuafl og greitt taxta heimamanna? Þetta hefur útgerðin gert um áravís.

Pólskur vélstjóri fær pólska taxa í zloty meðn íslenskur fær þrefalt. Svo ýlir þessi Gylfi eins og hýena af hjartagæsku þegar hann neyðir óþarfa kostnað upp á bændur en krefst afsláttar fyrir sig og sína.

Svei

Halldór Jónsson, 6.3.2016 kl. 21:47

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Magnús Helgi, það má gagnrýna þennan nýja búvörusamning á margann hátt. Þín gagnrýni er hins vegar út á túni. Gæti nýst þér í umræðunni að lesa yfir þennan samning og kannski fá einhvern sem til þekkir til að túlka það sem þú ekki skilur í honum.

Gunnar Heiðarsson, 6.3.2016 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband