Lág verðbólga - krónan besti gjaldmiðillinn

Krónan er besti gjaldmiðillinn fyrir Ísland. Hún tryggði okkur viðspyrnu úr kreppu og í framhaldi lága verðbólgu.

Tal um nauðsyn þessa að taka upp annan gjaldmiðil er hjáróma þegar reynslan sýnir ótvírætt fram á kosti krónunnar.

Það eru ekki gjaldmiðlar sem slíkir sem ráða velsæld heldur peningamálastjórnun og ríkisfjármál. Og þar sem vinstriflokkarnir eru utan ríkisstjórnar eru þessu málefni í góðum höndum.

 

 


mbl.is Tvisvar verið lægri á 60 árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Bjarni

Þetta er svolítið sérstök fullyrðing Páll í ljósi þess að hægri flokkar og sjálfstæðisflokkur hafa nær undantekningarlaust verið í stjórn þegar gengi krónunnar hefur fallið skarpt frá lýðveldisstofnun..

Jón Bjarni, 14.1.2016 kl. 14:23

2 Smámynd: Jón Bjarni

Þetta átti að vera Sjálftæðis og/eða framsóknarflokkur... oftast þeir tveir saman..

Jón Bjarni, 14.1.2016 kl. 14:29

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ný söguskýring?  Bæði það að XB hafi oft myndað ríkisstjórn með XD - svo og að ónefndur aðalsamstarfsflokkur XD sé hægri sinnaður. 

Kolbrún Hilmars, 14.1.2016 kl. 16:07

4 Smámynd: Jón Bjarni

Ég leiðrétti þetta í næsta innleggi fyrir neðan - átti einfaldlega við að annaðhvort framsókn, sjálfstæðisflokkur eða þeir báðir hafa nánast undantekningarlaust verið í stjórn þegar gengi krónunnar hefur fallið skarpt.

Jón Bjarni, 14.1.2016 kl. 16:18

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

ÞAÐ er rétt - alltaf annar hvor! 
Enda yfirleitt ómögulegt að mynda meirihlutastjórn án þeirra. Sumar voru vinstri, sumar hægri - en XD myndaði yfirleitt stjórn með Xónefndu og XB með vinstri flokkum.

Kolbrún Hilmars, 14.1.2016 kl. 17:10

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Alltaf gleymist þáttur hruns eldsneytisverðs og nánast engin verðbólga í viðskiptalöndum okkar.

Ómar Ragnarsson, 14.1.2016 kl. 19:29

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hefur ekki bæði Bjarni Ben og fjármálasérfræðingar sagt að þessi verðbólga sé innflutt með lækkun á bensíni og fleiri vörum. Bendi líka á að það er nær engin verðbólga í löndunum í  kring um okkur heldur og þau eru ekki með krónu. Reyndar hefur þar ekki orðið óðaverðbólga í áratugi þrátt fyrir að þau eru ekki með krónu. Þar eru jafnvel verðhjöðnun!

Magnús Helgi Björgvinsson, 14.1.2016 kl. 22:13

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Svo má bæta við að þegar núverandi flokkar tóku við aftur var verðbólga minnir mig um 3% Og þannig að það er nú ekki hægt að segja að vinstri flokkarnir hafi staðið að aðgerðum sem orsökuðu óðaverðbólgu!

Magnús Helgi Björgvinsson, 14.1.2016 kl. 22:19

9 Smámynd: Jón Bjarni

Kolbrún, vinstri flokkar hafa mjög lítið komið nálægt stjórn þessi fjölmörgu skipti sem gengi krónunnar hefur fallið

Jón Bjarni, 14.1.2016 kl. 23:37

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þaðer svo sérstakt við ,,málflutning" hinna þjóðrembdu (en þjóðrembingurinn er beisiklí bara trikk til að fylkja innbyggjum um hagsmuni sérhagsmunahópa og framsjallaelítu og auðmönnum), að allt er gott beisiklí.

Það er bara stutt síðan að pistlahöfundur skrifaði lærðar greinar um hve vont væri að Evran hefði svo lágt verðbólgustig.  Það var skelfilegt samkv. honum.

Núna er lág verðbólga hinsvegar orðin afar góð.

Það eru fáir orðið sem taka minnsta mark á elítuáróðri framsjalla og þjóðrembinga.  Það eru eiginlega bara heimskingjar sem taka mark á því.

Eigi dettur pistlahöfundi í hug að draga fram aðalatriðið þarna.

Aðalatriðið er mjög einfalt en ok. eg skal skýra í stuttu máli, upplýsa fólkið.

Sjáiði til:

Evra lág verðbólga = lágir vextir.

Króna lág verðbólga = Háir vextir.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.1.2016 kl. 10:12

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Lág verðbólga á Íslandi um þessar mundir stafar af innfluttri verðhjöðnun. Krónan getur ekki orsakað neitt, heldur þeir sem ákveða hversu mikið sé prentað af henni og hvernig því sé ráðstafað í umferð.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.1.2016 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband