Siðmenningastríð, trúarmenning og snjallvald

Stríðið við Íslamska ríkið er barátta siðmenninga, líkt og Samúel P. Huntington forskrifaði í lok kalda stríðsins. Ríki íslams sækir réttlætingu sína í súnníútgáfu múslímatrúar, sem er ráðandi meðal múslíma, en hún boðar að trúaðir skulu drottna yfir vantrúuðum. Veraldleg hófsemd, sem kristni fóstrar, er víðs fjarri trúarspeki súnna.

Trú er réttlætingin en tilefni hermanna múslímsku fasistanna til að gefa sig í baráttuna eru af margvíslegum toga, segja þeir sem hitt hafa þá að máli, t.d. Martin Chulov.

Sérfræðingar i hernaði telja baráttuna gegn Ríki íslam aðeins að hluta hernaðarlega. Bandaríski eftirlaunaherforinginn James Stavridis segir í grein í Foreign Affairs að úrslit átakanna við Ríki íslam ráðist með snjallvaldi. Með snjallvaldi er átt við aðgerðir til að vinna hug og hjörtu andstæðingsins. Stavridis nefnir nokkrar sem eru tækilegar í eðli sínu s.s. að skipuleggja alþjóðlega umgjörð friðar í miðausturlöndum og tryggja atvinnuframboð þannig að fólk geti orðið matvinnungar og tileinkað sér lífstíl þeirra sem fá fast kaup.

Stóra verkefni snjallvaldsins, segir Stavridis, er að sigra íslamistana á markaðstorgi hugmyndanna. Þótt hægt sé að taka undir með eftirlaunaherforingjanum, að vesturlönd verði að reyna að fá róttæka múslíma til að gerast hófsamir, þá er nokkur bjartsýni að ætla snjallvaldi að trompa 1500 ára trúarmenningu.

Huntington benti á í sinni grein að maður getur verið að hálfu Frakki og að hálfu arabískur. En það er enginn að hálfu kristinn og að hálfu múslímskur. Harla litlar líkur eru á því að vestrænt snjallvald hreyfi við trúarsannfæringu margra múslíma. Ríkjandi súnníútgáfa múslíma er töluvert fjarlæg kristnu menningunni sem bjó til hugmyndina um snjallvald.

 


mbl.is Íraska fánanum flaggað í Ramadi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband