Stefán einn öflugri en vinstriflokkarnir allir

Hvert mannsbarn veit að einkaframtakið ber höfuðábyrgð á hruninu. Einabankar og einkafyrirtæki keyrðu Ísland í þrot. Úr þessum staðreyndum ætti að vera hægt að búa til mikla pólitík. Það ætti að standa vinstriflokkunum næst að setja fram pólitíska valkosti byggða á gagnrýni á einkaframtakið og öfgar þess.

En vinstriflokkarnir stunda hvorki slíka gagnrýni né uppbyggilega pólitík. Þeir eru mest hvergi. Nema þegar tækifæri er til upphlaups í bloggheimum þar sem einhver tittlingaskítur er blásinn upp í tveggja til þriggja daga moldviðri sem ekkert skilur eftir sig.

Stefán Ólafsson, sem skrifar pólitík í hjáverkum, er einn og sér öflugri rýnir og beittari málafylgjumaður en samanlagðir vinstriflokkar. Samt fá stjórnmálaflokkar stórfé frá almenningi til að setja saman pólitík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband