Blankir arabar sýna stríðsþreytu

Samtímis fréttum af falli íslamsks leiðtoga uppreisnarmanna í Sýrlandi gerast þau tíðindi að fyrir milligöngu Sameinuðu þjóðanna fái uppreisnarmenn suður af höfuðborg Sýrlands, Damaskus,  að flytja sig um set til samherja sinna í norðurhluta landsins.

Samkvæmt Guardian vekja vopnahléssamningar milli stríðandi fylkinga vonir um að hægt verði að koma á friðarferli í Sýrlandi.

Olíuríkin sem styðja meginfylkingarnar í borgarastríðinu í Sýrlandi eru Íran, sem styður stjórn Assad forsta, og Sádi-Arabía, er fjármagnar uppreisnarhópa. Íran er öflugasta ríki shíta-múslíma en Sádi-Arabía er höfuðból súnní-múslíma.

Verðfall olíu og fyrirsjáanlega minni eftirspurn í framtíðinni, m.a. vegna alþjóðlegra aðgerða til að draga úr hlýnun jarðar, skerðir möguleika olíuríkjanna að fjármagna ófrið í Sýrlandi og Írak.

Ríki íslams, öfgasamtök sem hyggjast stofna nýtt kalífadæmi að hætti miðaldamúslíma, eru ekki hátt skráð meðal múslíma. Samkvæmt stórri könnun meðal araba, sem Spiegel greinir frá, eru nærri níu af hverjum tíu með neikvæða afstöðu til Ríkis íslam. Könnunin leiðir í ljós blendna afstöðu til lýðræðis. 71 prósent telja múhameðstrú og lýðræði samræmast en 48 prósent eru þeirrar skoðunar að lýðræði henti ekki þeirra landi. Arabarnir eru með neikvæða afstöðu til eina lýðræðisríkisins í þessum heimshluta: 85 prósent eru mótfallin viðurkenningu á Ísrael.

Trúardeilur og skortur á lýðræðishefðum eru ekki einu stríðshvatarnir í miðausturlöndum. Stórveldin, Bandaríkin og Rússland, eru á bakvið og toga í spotta. Stríðsþreyta skilar ekki endilega friði í nálægri framtíð.


mbl.is Uppreisnarleiðtogi látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband