Vestrćn karlmennska og múslímar

Vestrćnni karlmennsku stendur ógn af múslímum, sérstaklega ungum múslímskum karlmönnum. Ungir, sígrađir og ágengir múslímskir karlmenn vekja ótta, skrifar Jakob Augstein í Spiegel: ţeir kúga sínar eigin konur til ađ fela kvenleika sinn en hvolfa sér yfir vestrćnar konur eins og úlfar.

Rćmur um ofbeldishugarfar múslímskra karla gagnvart konum eru lagđar inn á netiđ. Kóraninn, helgirit múslíma, er međ sérstakan kafla um konur, ţar sem forrćđi karla yfir ţeim er rauđur ţráđur. Sjálfur átti spámađurinn á annan tug kvenna. Ţá yngstu eignađist hann hálf sextugur en hún var níu ára er hjónabandiđ var stađfest međ samrćđi. Fordćmi spámannsins er vitanlega í fullu gildi.

Íslendingar ţekkja úr sögu sinni ,,ástandiđ" ţegar landiđ fylltist af útlenskum hermönnum í seinna stríđi sem margir leituđu eftir kynnum viđ íslenskar stúlkur. Viđbrögđ karlasamfélagsins voru ađ senda ţćr stúlkur upp í sveit sem sáust gera sér dćlt viđ dáta.

Vestrćnir karlar, einkum í Vestur- og Norđur-Evrópu, búa viđ jafnrétti kynjanna og eru ekki í neinum fćrum ađ ,,vernda" vestrćnar konur fyrir raunverulegri eđa ímyndađir ógn frá múslímskum körlum. Siđabođ og lög reisa skorđur viđ slíkri ,,vernd." Múslímamenning býr ekki viđ sama taumhald. Ćrumorđ eru ađferđ múslímskrar karlamenningar ađ halda kvenpeningnum á mottunni.

Vanmáttur vestrćnna karla ađ verja kvenhelft samfélagsins skilar sér í talsvert meiri ákefđ ađ verja landamćrin viđ innflćđi múslíma annars vegar og hins vegar verđur gikkfingurinn körlum lausari, samanber loftárásir á Ríki íslams. Opin spurning er hvort ţađ muni nćgja.

Philipp Blom skrifađi bók, The Vertigo Years, um menninguna í ađdraganda fyrra stríđs. Kreppa karlmennskunnar er ein breyta sem Blom dvelur nokkuđ viđ. Međ fyrirvara um einföldun ţá braust fyrra striđ út til ađ evrópskir karlar gćtu sýnt sig í krapinu. Langvarandi friđur og velmegun kallađi á andsvar úr forneskju. Stćrstu stríđstólin fengu nöfn úr germanskri gođafrćđi; Óđinn, Ţór og Loki.

Fyrra striđ leysti úr lćđingi öfl sem léku lausum hala í aldarţriđjung. Ţau voru ekki kveđin í kútinn fyrr en eftir Auschwitz og Hiroshíma.

Menning er ađferđ til ađ skilja heiminn. Breytt menning veit á breyttan skilning. Og breyttur skilningur skilar sér í breyttum ákvörđunum um hvernig málum skuli skipađ.   


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Már Bragason

 "Menning er ađferđ ..." Held ţú verđur ađ kynna ţér betur hugtakiđ menning og hvernig ţađ er notađ. Hugtakiđ menning er notađ til ađ lýsa, sem er ekki ţađ sama og ađferđ.

Rúnar Már Bragason, 5.12.2015 kl. 18:53

2 Smámynd: Sćmundur G. Halldórsson

Ágćtt ađ vísa í grein Jacobs Augsteins í Spiegel. Ţví miđur gleymdist ađ nefna ađ greinin fjallar um fordóma, rógburđ og rasisma.

Sćmundur G. Halldórsson , 5.12.2015 kl. 21:39

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband