Frakkland og djöflabarnið

Ásamt Bretlandi átti Frakkland flestar nýlendur Evrópuþjóða síðustu tvær aldir. Ólíkt Bretum tókst Frökkum illa að skilja við nýlendur sínar í friði. Þeir voru hraktir frá Víetnam og Alsír í blóðugum stríðum.

Rudyard Kipling skrifaði heimsvaldastefnu Evrópu og Ameríku inn í ljóðið ,,White Man's Burden". Ein ljóðlínan segir þegn nýlenduveldanna 'hálfan djöful og hálft barn'.

Kipling hvetur hvíta manninn að halda aftur af ,,terror" þegar hann siðar djöflabarnið. Upp og ofna var hversu ráðinu var hlýtt.

100 árum eftir ljóð Kipling sækir djöflabarnið heim fyrrum húsbændur með ,,terror" í farteskinu. 


mbl.is „Frakkland er í stríði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hoá Ló fangelsið í Hanoi ber vitni um grimmd Frakka í nýlendunum. Hoá Ló varð þekkt í Víetnamstríðinu sem Hanoi Hilton þegar Víet Cong hélt þar bandarískum stríðsföngum. Víet Cong kunni líka sitthvað fyrir sér í pyntingum.

Ragnhildur Kolka, 16.11.2015 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband