Hallgrímur, bestu börnin og aumingjamenningin

Óttar Guðmundsson geðlæknir skrifar hugvekju um aumingjahátt í samfélagsumræðunni. Hugvekjan kemur í kjölfar pistils Guðbergs Bergsonar um aumingjajátningu Hallgríms Helgasonar sem auglýsir áratugagamla nauðgun í jólabók þessa árs.

Hallgrímur er ekki ókunnur endurvinnslu hugmynda og skrifar reglulega um þjóðfélagsmál. Þekktasta framlag Hallgríms er greinin Baugur og bláa höndin sem hann skrifaði haustið 2002 þegar auðmenn voru þess albúnir að leggja undir sig landið.

Hallgrímur formælti þeim sem stóðu í vegi auðmanna, sem hann mærði með orðskviðum eins og þessum:

Við sem heima sitjum skiljum ekki hvers vegna guðfaðir nýja hagkerfisins [þ.e. Davíð Oddsson] snýst gegn bestu börnum þess. Við skiljum ekki hvers vegna sjálfstæðismenn beita öllu sínu gegn sjálfstæðustu mönnum landsins.

Þegar ,,bestu börnin" reynast ómerkileg skítseiði, ef ekki rétt og slétt glæpahyski, er skiljanlegt að eitthvað bresti í brjóstum þeirra sem hossuðu ,,bestu börnunum".

Hvað er þá betra en að lýsa sjálfan sig ráðlausan aumingja og væla til sín samúð?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Það rímar bara ágætlega,auðgun á nauðgun.

Helga Kristjánsdóttir, 1.11.2015 kl. 12:55

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Og svo vælir hann yfir öllum sem taka undir með Guðbergi. Fólk er almennt búið að fá nóg af þessum játningakór og því þakklátt Guðbergi fyrir að taka af skarið og púa á hann.

Ragnhildur Kolka, 1.11.2015 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband