Rússar eru fórnarlömb í Úkraínudeilunni

Úkraínudeilan er vegna útþenslu Nató, hernaðarbandalags Bandaríkjanna og ESB, í austurátt. Nató er hernaðarbandalag úr kalda stríðinu og stóð andspænis Varsjárbandalaginu, sem Sovétríkin fóru fyrir. Varsjárbandalagið var leyst upp árið 1991 en Nató tók að vaxa. 

Úþensla Nató byrjaði fyrir 25 árum, þegar Austur-Þýskaland var sameinað Vestur-Þýskalandi sem var Nató-ríki. Rússar voru með herafla í Austur-Þýskalandi frá dögum seinna stríðs og gátu beitt neitunarvaldi gagnvart sameiningu þýsku ríkjanna.

Til að fá Rússa til að samþykkja sameiningu þýsku ríkjanna gáfu ráðamenn vesturveldanna Rússum loforð um að Nató myndi ekki ógna öryggishagsnum Rússlands með því að sækjast eftir nýjum aðildarríkjum í austri. Þýska vikuritið Spigel fór í saumana á þeim loforðum sem gefin voru Rússum um að Nató yrði ekki stækkað í austurátt. Kjarninn í niðurstöðu Spiegel er þessi:

After speaking with many of those involved and examining previously classified British and German documents in detail, SPIEGEL has concluded that there was no doubt that the West did everything it could to give the Soviets the impression that NATO membership was out of the question for countries like Poland, Hungary or Czechoslovakia.

Nató virti ekki öryggishagsmuni Rússa og tíndi upp hvert ríkið af öðru í Austur-Evrópu. Fræðimenn og sérfræðingar á vesturlöndum vöruðu eindregið við útþenslu Nató. Cato-stofnunin birti grein eftir Ted Galen Carpenter með þessu niðurlagi

An enlarged NATO is a dreadful, potentially catastrophic idea. Instead of healing the wounds of the Cold War, it threatens to create a new division of Europe and a set of dangerous security obligations for the United States.

Vesturveldin, blinduð af sigri í kalda stríðinu, létu ekki segjast og ætluðu sér að umkringja Rússland með Nató-ríkjum. George Kennan, sem er helst höfundur að bandarískri utanríkisstefnu á dögum kalda stríðsins, var ómyrkur í máli í samtali við dálkahöfund New York Times um útþenslu Nató:

''I think it is the beginning of a new cold war,'' said Mr. Kennan from his Princeton home. ''I think the Russians will gradually react quite adversely and it will affect their policies. I think it is a tragic mistake. There was no reason for this whatsoever. No one was threatening anybody else.

Samtalið er frá árinu 1998 þegar bandaríkjaþing staðfesti útþensluáætlun Nató. Orð Kennan fá staðfestingu í Úkraínudeilunni sem átti sér langan aðdraganda en sprakk framan í vesturveldin eftir að forseta Úkraínu var bolað frá völdum með vestrænum stuðningi veturinn 2014. Forsetinn fráfarandi þakkar Pútín Rússlandsforseta lífsbjörgina.

Samantekið: Nató er hernaðarbandalag úr kalda stríðinu sem í aldarfjórðung, frá lokum kalda stríðsins, hefur skipulega lagt undir áhrifasvæði sitt ríki sem áður voru í hernaðarbandalagi með Rússum. Vöxtur Nató veldur tortryggni í Rússlandi. Þegar Nató ætlaði að ná forræði yfir Úkraínu sögðu Rússar, stopp - hingað og ekki lengra.

 


mbl.is Vill að bandamenn bregðist við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rússland er land með hnignandi mannfjölda, þjóðarframleiðslu á par við Ítalíu, einhæft og staðnað auðlindahagkerfi og grotnandi innviði. Landið hefur nær ekkert "soft power", enga hugmyndafræði til að bjóða bandalagsríkjum og lítið að bjóða í viðskiptum enda kjósa fá ríki að fylgja þeim, hafi þau frjálst val. Það eina sem er eftir af stórveldisstöðu Rússlands er hrúga af gömlum kjarnorkusprengjum og skriðdrekum.

Hugmyndir Rússa um að þeir eigi að stjórna nágrannaríkjum sínum eru ekki í neinum takt við raunverulega stöðu landsins. 

Nú má kannski halda því fram að það hafi verið óskynsamlegt af vestrænum löndum að taka við gömlum austantjaldslöndum í NATO, að það hefði mátt kóa með Rússum til að halda friðinn, en það er býsna langt seilst að halda því fram að Rússar séu fórnarlömb ef þeir fá ekki að ráðskast með önnur ríki.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 14.8.2015 kl. 14:46

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Rússar eru hnignandi veldi, það er alveg rétt. Og það er skynsamlegt að leyfa slíkum ríkjum að renna sitt skeið á eigin forsendum, sbr. Tyrkjaveldi á 18. og 19. öld.

Það er ekki skynsamlegt að steyta hnefann framan í hnignandi stórveldi, líkt og Nató gerði í Úkraínu gagnvart Rússum.

Vesturlöndum stóð engin ógn af Rússum. Og það að leyfa Úkraínumönnum sjálfum að vinna úr sínum málum hefði verið farsælasta nálgun vesturveldanna. Rússar eru ekki með neina burði til að gleypa Úkraínu og sýndu enga tilburði til þess fyrir atburðina veturinn 2014.

Rússar stjórnuðu ekki Finnlandi á dögum kalda stríðsins. Finnar, minnugir sögunnar og landfræðilegrar stöðu, tóku ekki afstöðu til skiptingar heimsins í vestur- og austurblokk og sýndu Rússum vinsamlegt hlutleysi - auk þess að stunda við þá viðskipti.

Ef skynsemi réði ferðinni hjá vesturlöndum myndu þau leyfa Úkraínu að þróast líkt og Finnlandi á dögum kalda stríðsins.

En skynsemi er víðs fjarri vesturlöndum í Úkraínudeilunni.

Páll Vilhjálmsson, 14.8.2015 kl. 15:32

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það rétta er landsframleiðsla Sovétríkjanna þegar þau féllu var þá á par við Ítalíu, eða einhversstaðar í kringum eina billjón (trillion) dala að jafnvirðisgildi (PPP). Sovétið virkaði ekki og þess vegna féll það þrátt fyrir akademíska hugmyndagloríu þess sem var flutt út til þeirra frá Þýskalandi og upprunamerkt Hegel. 

Í dag er landsframleiðsla Rússlands vaxin upp í nálægt 4 billjónir dala að jafnvirðisgildi en í ESB-steinrunninni Ítalíu er landsframleiðslan hins vegnar aðeins á rólinu í kringum 2 billjónir dala.

Ítalía hefur lítið sem ekkert vaxið í 15 ár. Undir Pútin hefur Rússland virkað betur en Sovétið þrátt fyrir að landið hafi verið tæmt innanfrá og sá auður fluttur yfir í tómar hirslur ESB-landa.

Pútin stendur því með pálmann í höndunum og Krossinn í hinni og það eitt mun frekar afvopna bandarískt skatta fjármagnaða herferð gegn honum til lengri tíma litið, en hitt. 

Einkaneysla í Rússlandi er líklega stærri tala en öll einkaneyslan er í Kína. Það er stutt síðan að öll einkaneysla í kínverska hagkerfinu var á pari við Frakkland. En enginn þekkir þó þá tölu með vissu.

Efnahagsmáttur Rússlands er því ekki neitt til að hafa í flimtingum, enda væru þá ekki verið að reyna að leggja hann í rúst.

En afleiðingarnar af þessum glóruslausu misökum verða ekki fyrst og fremst í Rússlandi, heldur er sú þvæla að byrja að koma niður sem til dæmis grjót rigning hér

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 14.8.2015 kl. 15:33

4 identicon

Páll: Það má svo sem vel vera að NATO hafi farið óskynsamlega fram og hefði átt að leyfa Rússaveldi að deyja í friði en það er býsna hæpið að kalla Rússa fórnarlömb vegna þess að þá langar til að vera risaveldi sem getur ráðskast með nágranna sína en eru það ekki.

Gunnar: Ég var að tala um þjóðarframleiðslu á nafnvirði.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 14.8.2015 kl. 15:58

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Hans

Nú eru þjóðhagsreikningar allra landa alltaf gerðir upp í mynt landsins. En það er ekki hægt að bera saman landsframleiðslu (sem oftast er næstum því það sama og þjóðarframleiðsla) án þess að þurrka út gengið og verðbólgu. Jafnvirðisglidið verður því myntfótur samanburðarins. Annars er allur samanburður við önnur hagkerfi ómarktækur og tilgangslaus.

Það kann að hljóma átakanlega að einkaneysla í Rússlandi sé líklega á pari við alla einkaneyslu í Kína. En kínverska hagkerfið lagði upp í ferðalag sitt með allt hagkerfið sem opinbera neyslu. Og mest allur hagvöxtur í Kína síðan þá er fólginn í geðbiluðum fjárfestingaáætlunum ríkisins, sem ef illa fer eru peningar sem bornir hafa verið fyrir björg.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 14.8.2015 kl. 16:52

6 identicon

Gunnar: Ég hef alltaf talið að landsframleiðsla á nafnvirði gefi betri mynd af mikilvægi lands í milliríkjaviðskiptum, t.d hversu mikið það geti keypt af öðrum eða veitt í lánum en það má svo sem vel vera að það sé rangt hjá mér.

Annars breytir það ekki öllu hvort landsframleiðsla Rússlands er á stærð við landsframleiðslu Ítalíu eða Þýskalands, hvorugt landið hefur burði til að vera risaveldi.

Punkturinn sem ég var að reyna að koma á framfæri var að Rússar réðu ekki A-Evrópu vegna þess að þeir hefðu til þess einhvern rétt heldur í krafti efnahagslegrar, hernaðarlegrar og hugmyndafræðilegrar stöðu sem er löngu horfin og það er furðulegt að líta svo á að þeir séu fórnarlömb ef gömlu fylgiríkin fara sínar eigin leiðir.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 14.8.2015 kl. 17:10

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hans

Lírur Ítalíu voru margar en smáar. Ef að gengi líru gagnvart til dæmis marki féll um 10 prósent þá þýddi það ekki að landsframleiðsla Ítalíu hefði minnkað um tilsvarandi né minnkað vegna innri verðbólgu. Hún keypti Ítölum bara minna af þýsku magni og einingum. Svo réttir líra-mark gengið úr kútnum og verður í þessu hypotetíska dæmi það sama og áður, en ekkert hefur gerst hvað varðar landsframleiðslu Ítalíu, nema að raunverulegur vöxtur í magni og einingum hafi átt sér stað innan í Ítalíu á meðan. Svo nafnverð landsframleiðslu er ekki hægt að nota til að bera saman hagkerfi. Hvorki í innlendri né erlendri mynt.

Þetta er nú svo stór umræða að ég læt hér að mestu nægja að benda á að þegar Sovétríkin féllu var landsframleiðsla þeirra á pari við Ítalíu og mikilvægi Sovétríkjanna á veraldarvísu var svo mikið að menn fengu andateppu, og héldu þá að hagkerfi þeirra yrði stærra en það bandaríska um 1975. En þau hrundu og dóu í auðæfum í þjóðareign og kommúnisma upp í háls. Og rr ekki kommúnistaflokkurinn bannaður í Rússlandi í dag?

En eftir fall þeirra hefur Pútín tekist það sem aldrei tókst undir hugmyndafræði Sovétríkjanna, að núlla út Ítalíu í samanburði við Rússland og gera ESB að efnahagslega samanburðarhæfu hagvaxtar-viðrini miðað við start-forsendur og sem hugsanlega er meira háð Rússlandi en Rússlandi er háð ESB.

Rússlandsmarkaður er því ekkert til að hlægja að. En fyrir Þjóðverja skiptir hann þó mun minna máli í dag, því að Þýskaland hefur alltaf lifað á því að selja ríkisstjórnum uppbyggingar-innviði sína, þess vegna er Kína svona mikilvægt fyrr Þýskaland rétt núna, en Rússland ekki. Pútín þarf ekki þeirra dót í miklum mæli lengur.

Sem sagt: í dag er Rússland margfalt efnahagslega mikilvægara en það hefur nokkru sinni áður verið - og enn með vopnin í vösunum. Einkaneyslu sem skiptir máli á veraldarvísu og valdhafa sem afneita ekki Guði og það skiptir bandarískan almenning öllu máli ef eitthvað er. Annað kalt stríð, en nú við Krossinn eina, fjármagnað af bandarískum skattgreiðendum, er því svaðilför af svo miklum pólitískum greindarskorti að það jaðrar við geðbilun.

Demógrafískt er Rússland ekki eins illa statt og Þýskaland og Ítalía og Kína, þó svo að það ástand sé ömurlegt í Rússlandi. Þetta vita rússnesk yfirvöld mæta vel og það er því ekki ólíklegt að þau séu svo áhyggjufull út af þeirri þróun að hættulegt sé að ýta of fast þetta efnahagslega- strategískt- og hernaðarlega mikilvæga ríki að óþörfu.

En já: ESB langar í Rússland

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 14.8.2015 kl. 18:32

8 identicon

Gunnar: Landsframleiðsla Rússlands er meiri en Sovétríkjanna þegar þau féllu og það er svo sem ekki óhugsandi að Rússar eigi framtíðina fyrir sér.

Þetta breytir því ekki að áður fyrr réðu Rússar A-Evrópu vegna þess að þeir gátu það. Nú geta þeir það ekki lengur og fylgiríkin eru hlaupin frá þeim. Páll dregur þá furðulegu ályktun að það geri Rússa að fórnarlömbum í málinu.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 14.8.2015 kl. 18:58

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hans

Við fall Sovétríkjanna samþykkti Mikhail Gorbachev sameiningu Þýskalands gegn þeim loforðum að Eystrasaltslöndin þrjú, Hvíta-Rússland og Úkraína myndu ávallt heyra undir áhrifasvæði Rússlands.

Það loforð var svikið.

Helmut Kohl lofaði einnig Bandamönnum í Vestri að sameinuð Þýskalönd yrðu aldrei eitt ríki, heldur tvö ríki í ferderation. Þetta var einnig svikið.

Ofan í þetta var Rússland svo rænt og ruplað að innan og ránsfengnum komið fyrir í hagkerfum Evrópusambandsins. 

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 14.8.2015 kl. 19:16

10 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Síðustu ár hafa Rússar verið að byggja upp "her veldi" sitt á sama tíma og Obama hefur verið að grafa undan hernaðarmætti Bandaríkjanna.  Obama talar digurbarkalega og hótar Pútín illu, reynir að króa björninn af úti í horni.  En hvað gerir særður björn sem hefur verið króaður af, hann eflist í mótstöðunni og bítur frá sér.  Fari svo, sem ég óttast, að stríð hefjist mun Bandaríski herinn ekki geta veitt Rússum mótstöðu nema að takmörkuðu leiti.  Vígvöllurinn verður ekki Úkraína.

Tómas Ibsen Halldórsson, 14.8.2015 kl. 20:38

11 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Margaret Thatcher Foundation

1989 Oct 23 Mo

Archive (Bush Library)

Cold War: Bush-Kohl phone conversation (European situation) [declassified] [90K scan]

Document type: archive

Document kind: Archive

Venue: Oval Office

Source: Bush Library: FOIA 1999-0393-F

Journalist: -

Editorial comments: 0902-0926 EDT.

Importance ranking: Major

Word count: -

Themes: Foreign policy (Western Europe - non - EU), Foreign policy (USSR and successor states), Foreign policy (USA), Foreign policy (Central and Eastern Europe), European Union (general), Defence (general)

Skjal: http://www.margaretthatcher.org/document/109450

Gunnar Rögnvaldsson, 14.8.2015 kl. 22:52

12 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Margaret Thatcher Foundation

1989 Dec 3 Su

Archive (Bush Library)

Cold War: Bush-Kohl meeting record [memcon] (German unification) [declassified] [105K scan]

Document type: archive

Document kind: Archive

Venue: Chateau Stuyvenberg, Brussels

Source: Bush Library: FOIA 1999-0393-F

Journalist: -

Editorial comments: 2030-2200.

Importance ranking: Key

Word count: -

Themes: Foreign policy (Western Europe - non - EU), Foreign policy (USSR and successor states), Foreign policy (USA), Foreign policy (Central and Eastern Europe), Economic, monetary and political union, European Union (general), Defence (arms control), Defence (general)

Skjal: http://www.margaretthatcher.org/document/109453

Gunnar Rögnvaldsson, 14.8.2015 kl. 23:09

13 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Geopólitískt:

Haustið áður (þ.e. 1987) höfðu Kohl og Gorbachev þegar samið um - gegn því að Vestur-Þýskaland fengi yfirhöfuð að sameinast, og þaðan af að Vestur-hlutinn fengi að stýra einhverskonar sameiningarferli þýsku ríkjanna - að Eystrasaltslöndin þrjú og Hvíta Rússland og Úkraína yrðu á rússnesku áhrifasvæði áfram (þ.e. vegna hinna stóru rússnesku minnihluta sem búa í þessum löndum = skyldur Rússlands gagnvart brotinni þjóð sinni).

Þetta var svikið

Gunnar Rögnvaldsson, 14.8.2015 kl. 23:55

14 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þetta þarna sem gerðist haustið 1987 hafði mikil áhrif á aðgerðir, pólitík og external möguleikaskönnun þýska seðlabankans, sem alltaf var og er enn ókjörin miðstjórn Þýskalands og sem núna er miðstjórn Evrópusambandsins.

Vilji Bandaríkjamanna hefði átt að ná fram að ganga: að Þýskaland fengi aldrei peningapólitískt vald á ný.

Bank Deutsche Länder varð því miður málamiðlun sem leiddi til stofnunar Deutsche Bundesbank sem varð ókjörin utanþings miðstjórn Þýskaland og síðan alls ESB.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 15.8.2015 kl. 00:07

15 identicon

Gunnar: Á óformlegt fyrirheit þýsks kanslara veitt leiðtoga Sovétríkjanna, ríkis sem er ekki lengur til, að festa í sessi ákveðna skipan í heilum heimshluta um aldur og ævi?

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 15.8.2015 kl. 00:33

16 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hans

Þetta var reyndar það sem kanslarinn lofaði Vestur-Bandamönnum (þ.e. þýsk federation, tvö sjálfstæð þýsk ríki í ríkjasambandi), en sveik. Hvað kanslarinn lofaði leiðtoga Sovétríkjanna í þessum máli vitum við ekki, það ef til vill læst inni í skjalaskápum Kremlar. Og ef til vill verður það dregið fram þegar síst skyldi.

Um hið geopólitiska (political-sphere) fyrir botni Eystrasalts, Hvíta-Rússland og Úkraínu er það að segja, að ef til vill hefði leiðtogi Sovétríkjanna þá annars hætt við og staðan væri önnur í dag. Það getur enginn vitað. Leiðtagar ganga ekki áfallalust á bak orða sinna.

Já skipan heimshluta verður ekki rokkað svo lengi sem menn vilja það ekki. Ekki nema með ofbeldi.

Buffer-zone Rússlands hefur síðustu mörg hundruð árin legið í kringum 1200 km öryggissvæði í allar áttir frá Moskvu. Þetta er alls ekki neitt sem Sovétríkin fundu uppá. Þetta er miklu eldra. Í dag er þessi fjarlægð sú minnsta nokkru sinni og komin niður í svitabað fyrir Moskvu.

Allir með heila vissu að um leið og Rússland jafnaði sig að þá myndi það rétta út stuðara landsins í fyrra horf.

Vesturlönd lokuðu augunum fyrir grundvallar staðreyndum í samskiptum sínum við Rússland. Vesturlönd áttu að taka Rússland og faðma það og passa upp á það. Ekki ýta því frá sér.

Margar deilur dagsins í dag í veröldinni, verða alls ekki leystar án þátttöku og milligöngu Rússlands.

Þetta er allt eitt klúður.

Gunnar Rögnvaldsson, 15.8.2015 kl. 01:43

17 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Byltingin í úkraínu var svo gerð um leið og forsetinn hafnaði fríverslunarsamningi við ESB. Þá mættu þingmenn Evrópuþingsins og fleiri pótintátar ESB á torg í Úkraínu og æstu lýðinn um leið og Ameríkanar plottuðu um hvaða vitfirring þeir ættu að setja sem höfuð ríkisins. Þetta var bein ögrun og ESB átti frumkvæðið þar.

Krímverjar kusu sjálfir í lýðræðislegum kosningum hvorum megin línunnar þeir vildu vera. Það kom hollenskum storfyrirtækjum illa og ESB gerir eins og þeir heimta eins og supranational sosialistum sæmir.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.8.2015 kl. 07:50

18 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ef við setjum Tékkóslóvakíu í stað Krímskaga, Austurríki í stað austurhluta Úkraínu og Þýskaland í stað Rússlands og hugsum til fjórða áratugar síðustu aldar í stað nútímans þá sjáum við hvaða hagsmunir lyggja undir.

Staðreyndin er sú að Pútín mun ekki stoppa með útþennslustefnu sína fyrr en hann er stoppaður af. Hann hefur sjálfur sagt að fall Sovétríkjanna hafi verið „mestu pólitísku hamfarir síðustu aldar“ og er að reyna að endurreisa Sovétríkin. Í því felst að innlima fyrrum ríki Sovétríkjanna undir Rússland.

 

Ef Rússar verða ekki stoppaðir af núna þá munu þeir taka yfir einhvert annað ríki næst og svo koll af kolli þangað til þeir verða stoppaðir af það er ef þá er unnt að stoppa þá af. Þá mun fara fyrir lítið stuðningur okkar við frelsisbaráttu Eystrarsaltsríkjanna því þau munu missa það frelsi sitt aftur.

 

Þessi deila er ekki til komin vegna einhverrar útþennlustefnu ESB eða NATO. Hún er komin til vegna útþennslustefnu Rússlands sem var að seilast til áhrifa í austur Evrópu þar með talið Úkraínu með bæði hótunum og mútum til fyrrum forseta landsins. Þjóðirnar næst Rússum í Evrópu hafa leitast við að komast í ESB og NATO í viðleytni sinni til að verjast útþennslustefnu Rússa því þau vita að það minnkar lýkur á innrás þeirra í lönd sín ef þau eru aðilar að þessum bandalögum.

 

Það er einnir rangt sem komið hefur fram að löglega kjörin forseti í Úkraínu hafi verið settur af í byltingu. Staðreyndin er sú að það margir af þingmönnum stjórnarflokkanna blöskraði framganga hans sem setti fullveldi landsins í hættu og hættu því að styðja stjórn hans. Stjórnin missti því þingmeirihluta sinn og því þurfti hún að fara frá. Slíkt gerist í öllum lýðræðisríkjum og er einfaldlega hluti af leikreglum lýðræðisins.

Við skulum ekki gera sömu mistökin og Chamberlain og hans skoðanabræður frá fjórða áratug síðustu aldar. Það verður að stoppa Rússa af og það strax í Úkraínu. Við skulum ekki vera svo barnaleg að halda að þeir láti staðar numið þar ef við einfaldlega látum þá komast upp með það.

 

Ef við spyrnum ekki strax  við fótunum þá erum við að setja í hættu það prinsipp að þjóðir hafi ekki rétt á að hernema aðrar þjóður að hluta til eða öllu leyti. Fyrir vopnlausa þjóð eins og okkur er þetta prinsipp mjög mikilvægt. Fullveldi okkar og sjálfstæði er í hættu ef það prinsipp brestur. Það eru því fáar þjóðir sem eiga eins mikið undir því að það prinsipp haldi eins og við. 

Það er þess vegna sem við eigum að taka fullan þátt í þessum viðskiptaþvíngunum gegn Rússum en ekki skorast undan og láta aðrar þjóðir bera kostnaðinn af þessari baráttu sem skiptir okkur svo miklu. Það að skorast unda er að fórna meiri hagsmunum fyrir minni til lengri tíma litið.

Sigurður M Grétarsson, 15.8.2015 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband