Starfslokasamningar hjá Jóni Ásgeiri

Í fyrirtækjarekstri tíðkast starfslokasamningar við millistjórnendur og þar upp úr. Í þeim samningum er kveðið á um greiðslur til starfsmanns og eru þeir oft með áskilnaði gagnvart starfsmanni.

Nú er alveg hugsanlegt að Kolbeinn leiðarahöfundur Fréttablaðsins hætti störfum á þeim forsendum sem kemur fram í fréttinni, að hann þrufi að sinna ört vaxandi ferðaþjónustufyrirtæki - nú rétt áður en háannatíma lýkur. Aðrar skýringar eru þó nærtækari, enda Jón Ásgeir ekki kunnur að sáttfýsi.

Starfslokasamningur, sem ýmist er ritaður eða munnlegur, myndi upplýsa áskilnað Jóns Ásgeirs gagnvart starfslokum Kolbeins. 


mbl.is Uppsögnin ekki tengd Jóni Ásgeiri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ósköp einfalt hvernig hlutirnir ganga fyrir sig þegar einhver móðgar Jón Ásgeir. 

Sá sem móðgar Jón Ásgeir er rekinn og fær engin uppsagnarsamningslaun, en Jón Ásgeir gefur völ um að sá sem er rekinn (munnlega), geti sagt upp starfi sínu sjalf(ur).

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 11.8.2015 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband