Ólafur Ragnar til bjargar klúðri í utanríkismálum

Forsetinn er virkjaður til að bjarga hagsmunum Íslands vegna klúðurs ESB-sinna í utanríkisráðuneytinu sem létu Brussel ráða ferðinni í utanríkismálum þjóðarinnar.

Ísland er við það að fara á bannlista Rússa sökum þess að utanríkisráðuneytið leyfði að Ísland yrði á lista Evrópusambandsins sem lýsti yfir stuðningi við viðskiptabann á Rússland vegna Úkraínudeilunnar.

Á neyðarfundi utanríkisnefndar alþingis í gær var farið yfir stöðuna með hagsmunaaðilum en milljarðaviðskipti við Rússa eru húfi, einkum vegna makríls.

Úr stjórnkerfinu heyrist að Ólafur Ragnar Grímsson forseti hafi verið virkjaður til að bjarga klúðri utanríkisráðuneytisins. Ólafur Ragnar er með víðtækt alþjóðlegt tengslanet og verður það nýtt til að vinna tíma svo að hægt sé að vinda ofan af mistökunum. Meðal þess sem rætt er um er að Ísland og Rússland skiptist á sendinefndum til að fara yfir málin.

 


mbl.is Funduðu með hagsmunaaðilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Af hverju að skella skuldinni á ESB-sinna?

Eru það ESB-andstæðingar sem að eru í meirihlutanum í utanríkismálanendini?

ÁBYRGÐARFÓLK Í UTANRÍKISMÁLANEFND FYRIR STÖÐVUN Á ÚTFLUTNINGSAFURÐUM:

TEKJUTAP UPP Á 30 MILLJARÐA?:

1 Birgir Ármanns­son for­maður
2 Ásmundur Einar Daða­son 1. vara­for­maður
3 Vilhjálmur Bjarna­son 2. vara­for­maður
4 Frosti Sigurjóns­son
5 Elín Hirst
6 Katrín Jakobs­dóttir
7 Óttar Proppé
8 Silja Dögg Gunnars­dóttir 
9 Össur Skarp­héðins­son

Jón Þórhallsson, 11.8.2015 kl. 11:25

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

það er ekki að undra að Kjarninn sé í skýjunum með framistöðu Gunnars Braga.

En hvað með utanríkismálanefnd, má ekki ætlast til að hún hlusti á allar hliðar málsins áður en hún hengir blómsveiga á ráðherrabjálfann?

Ragnhildur Kolka, 11.8.2015 kl. 12:01

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara að benda á nokkur atriði

    • Rússar eru að innlima hluta af Úkrainu. Krímskagin þegar komin undir Rússa og nú eru það næstu héruð. Þetta er gegn öllum alþjóðasamningum um fullveldi ríkja.

    • Við erum ekki með viðskiptabann við Rússa hvorki varðandi vörur frá þeim eða til þeirra.

    • Við styðjum hinsvegar aðgerðir Nató, ESB og fleiri þjoða sem eru að þrýsta á Rússa að ganga til samninga um framtíð Úkraínu.

    • Það er talin raunveruleg hætta á að minnihluti Rússa í Eystrasaltsríkjunum geri svipaða uppreisn með stuðningi Rússa. Ætlum við að sætta okkur við það?

    • Her var tekin ákvörðun um að taka ekki þátt í aðgerðum gagnvart Mússólini og fasistum í Ítalíu til að trufla ekki sölu á saltfiski. Eins var gagnvar Hiter og Nazistum til að trufla ekki sölu á fiski þangað. Sama var við Rúmeníu.

    • Ætlum alltaf að heimat að aðrir styðji okkur en neita svo standa með ríkjum sem eru beitt óréttlæti og ógnunum.

    • Þetta hefur ekkert með ESB að gera nema að Úkranía vildi auka samstarf við Evrópu og buðust lán þaðan sem fór í taugarnar á Rússum og rússneska minnihlutanum þar.

    Magnús Helgi Björgvinsson, 11.8.2015 kl. 14:09

    4 Smámynd: Jón Þórhallsson

    Ef að rússarnir eru að brjóta alþjóðasamninga;

    af hverju eru þeir þá ekki reknir úr SAMEINUÐU-ÞJÓÐUNUM?

    Er hann Ban Ki Moon framkv.stj. alveg tannlaus; getur hann ekkert bitið frá sér sem bangsa-pabbinn í Hálsaskóginum?

    Jón Þórhallsson, 11.8.2015 kl. 15:14

    5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

    Hverjir studdu Ísland 2008 og 2009, ættli þeir séu ekki teljandi á fingrum annarrar handar, sérstaklega þegar talið er ESB og sambandsríki þess.

    Sameinuðu Þjóðirnar (SÞ) hefur aldrei haft vígtennur, SÞ er með falskar tennur af lélegri taginu, þar af leiðandi er bit SÞ eins og hjá tannlausu unga barni.

    Kveðja frá Houston

    Jóhann Kristinsson, 11.8.2015 kl. 16:45

    6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

    Þar sem gefið er í skun í pistli að væntanleg sé breyting í framtíðinni á veru Íslands á ESB lista varðandi Ukrainu deiluna við Rússa og viðskiptaþvinganir o.s.frv., - að þá sagði nú Unnur Brá ESB sinni á RUV þegar einhver færði í mál að Ísland ætti að draga sig af listanum, að þá sagði Unnur Brá:  Það er ekki hægt.

    Forsetinn mun reka sig á vegg þarna, að ég tel.

    Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.8.2015 kl. 19:18

    7 Smámynd: Wilhelm Emilsson

    Sjálfstæðir Íslendingar óttast ekki Rússa. Þeir óttast engan. Ekki vera heigull, Páll.

    Wilhelm Emilsson, 11.8.2015 kl. 23:53

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband