Styrmir og sekir sjálfstæðismenn

Fámennur hópur sjálfstæðismanna vill koma Íslandi undir erlend yfirráð. Þessir sjálfstæðismenn eru sporgöngumenn Una danska sem reyndi að koma Íslandi undir Harald hárfagra.

Á þessa leið er greining Styrmis Gunnarssonar fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins á þeim sjálfstæðismönnum sem vilja Ísland í Evrópusambandið.

Af orðum Styrmis má ráða að seku sjálfstæðismennirnir kveinki sér undan þeirri einkunn sem þeir fá; að vera sekir um meiriháttar dómgreindarbrest og trúa á bábiljur um að ESB sé félagsskapur sem vinni aldrei gegn grundvallarhagsmunum aðildarríkja. Gríski harmleikurinn er dæmisaga um misþyrmingu smáþjóðar innan ESB.

Seku sjálfstæðismennirnir senda Styrmi einkaskilaboð. Þeir þora ekki að koma fram á opinberum vettvangi að ræða pólitíska afstöðu sína.

Seku sjálfstæðismennirnir eru líka huglausir. Almennir flokksmenn ættu að hafa það í huga þegar valið er á framboðslista Sjálfstæðisflokksins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Þetta er of flókið fyrir mig! Þessir "fáu sjálfstæðismenn" eru það þeir sem ráða öllu á bak við tjöldin eða eru þeir bara feimnir. Sjálfur held ég að gnarristar með lestardellu og Jesúfælni stjórni á bak við tjöldin núna, engvir frískir menn stjórna svona eins og hefur verið gert eftir síðustu kosningar.

Eyjólfur Jónsson, 16.7.2015 kl. 20:12

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það voru ekki  Sjálfstæðismenn sem vildu koma Íslandi undir vald Ráðstjórnarríkjanna með Rússland sem ráðandi og það eru ekki Sjálfstæðis menn sem vilja koma Íslandi undir ráðstjórn Evrópusambandsins með Þýskaland sem ráðandi. Það þarf ekki annað en að horfa á nafnið, Sjálfstæðisflokkur,  til að sjá að undirlægju háttur Kommúnista og Evrópusambandssinna samrýmist ekki markmiðum Sjálfstæðisflokksins.

Samfylking kommúnista Jóku og Vinstrigrænir sem þora ekki að segjast  kommúnistar en eru það grænir að það sést og svo hún Samfylkingar skrauta hennar Jóku með sína heimskulegu Björtuframtíð eru allt saman yfirlýstir Evrópusambands flokkar og því er það undarleg geðveiki Evrópusambandsinna sumra að reyra sig fasta innan Sjálfstæðisflokksins, í stað þess að leggja þessum ekta Evrópusambands flokkum lið.

Það er lélegur hægriflokkur sem ekki getur sagt kommúnista að fara.  Það er lélegur sjálfstæðisflokkur sem ekki getur sagt Evrópusambandssinna að fara.  Það er lélegur flokkur sem ekki getur varið sig.  Er það virkilega þannig að við Sjálfstæðismennirnir þurfum að víkja fyrir kommúnistum og Evrópusambandsinnum?

Hrólfur Þ Hraundal, 16.7.2015 kl. 20:20

3 Smámynd: Gunnlaugur I.

Evrukreppan er vitaskuld hræðilegur áfellisdómur um evrusamstarfið, hvernig pólitískt dramb hefur fjötrað álfuna, fullkomlega að óþörfu. En viðbrögðin við henni af hálfu ESB — ekki aðeins Evrusvæðisins — eru hins vegar hræðilegur dómur um ESB og uppbyggingu þess, þar sem ókjörnir embættismenn og 3. flokks fyrrv. stjórnmálamenn ráða ferðinni, öldungis ábyrgðarlausir af athöfnum sínum og athafnaleysi. — Og engin leið að losna við þá nema að láta tímann líða.

"Eitt að auki um ESB: Það er beinlínis ömurlegt að horfa upp á Juncker staulast drukkinn á milli neyðarfundanna, þar sem hann gerir meira ógagn en gagn, en enginn segir neitt. Allt stjórnkerfi ESB og ríkisstjórnir aðildarríkjanna kóa með kauða af því að þeim finnst of erfitt að segja sannleikann upphátt og of flókið að fara að semja um arftaka mitt í öllu hinu bullinu. Fullkomlega steikt" (Andrés Magnússon viðskiptablaðinu)

Gunnlaugur I., 17.7.2015 kl. 11:53

4 Smámynd: Elle_

Hárrétt hjá Styrmi sem oftar.

Elle_, 19.7.2015 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband