MS grefur sér gröf - fyrst Einar, svo Ari

Hægri hönd Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, fyrrum Baugsstjóra, er orðin forstjóri MS. Ari Edwald mun eflaust fullkomna verk Einars Sigurðssonar fráfarandi forsjtóra MS.

Einar gat sér orð í Hádegismóum, þegar hann var framkvæmdastjóri Morgunblaðsins, að fémæla alla hluti og gera ekki greinarmun á sóðapeningum og fjármunum sem verða til í viðskiptum siðaðra manna.

Rökrétt afleiðing mælistiku Einars er að hann gerði ekki greinarmun á íslensku smjöri og írsku. Bændurnir í MS urðu að láta Einar fara áður en fyrirtækið yrði jarðað.

Núna ráða bændurnir sér forstjór sem mun fullkomna verk Einars hraðar og öruggar en nokkurn órar fyrir. Um Einar má segja að hann sem einstaklingur býr að siðferðilegri kjölfestu og seldi ekki sálina Mammoni - þótt hann gerði ekki upp á milli viðskipta við skítseiði annars vegar og hins vegar við heiðarlegra menn.

Landbúnaður er ekki eins og hver önnur atvinnugrein. Alls staðar þar sem landbúnaður er rekinn á vesturlöndum er það með byggða- og menningarpólitískum formerkjum. Forhertir menn með útrásarslóða eru ekki fallnir til forystu fyrir fyrirtækjum bænda. Þegar fólk sér smettið á Ara þá hugsar það til Jóns Ásgeirs.

Þeir sem stóðu að ráðningu Ara eru að hluta til þeir sömu og réðu Björgvin G. Sigurðsson fyrrum ráðherra Samfylkingar til að gæta hagsmuna lítils sveitarfélags fyrir austan fjall. Sú ráðning endaði með skelfingu.

Eru bændur svo illa settir með forystumenn að þeir láta fyrirtæki sín í hendur manna sem ítrekað eru berir að dómgreindarskorti? 


mbl.is Ari Edwald ráðinn forstjóri MS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Leggst illa í mig.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 16.5.2015 kl. 13:22

2 identicon

Kannski það er til of mikils að mælast að ætlast til þess að stétt full af fólki sem ákvað að vinna við grein sem er ómöguleg án beins stuðnings ríkisins hafi það mikla dómgreind til að byrja með?

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 16.5.2015 kl. 13:53

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Er Elfar að sneiða að opinberum starfsmönnum hér?

Kolbrún Hilmars, 16.5.2015 kl. 15:39

4 identicon

Gott skot Kolbrún :)

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 16.5.2015 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband