Umboðslaust og spillt KÍ í sértrúarpólitík

Stjórn Kennarasambands Íslands fjallaði ekki um umsögn KÍ í þágu vinstriflokkanna á alþingi um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna afturköllunar ESB-umsóknar Samfylkingar. Formaður Félags framhaldsskólakennara staðfestir umboðsleysi KÍ.

Afstaða kennara til ESB-aðildar hefur ekki verið rædd og umboðsleysi KÍ í umsögninni er algjört.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem KÍ leikur einleik. Skrifstofa KÍ tók ófrjálsri hendi fjármuni úr vísindasjóði framhaldsskólakennara. Stjórn sjóðsins varð að taka sjóðinn frá skrifstofu KÍ áður en frekari rýrnun yrði. Skrifstofa KÍ er ber að ítrekuðum brotum á bókhaldslögum. Í skýrslu sem stjórn vísindasjóðs tók saman segir m.a.

Af þeim gögnum sem hafa verið skoðuð er m.a. ljóst að tekjur sjóðsins frá ríkinu, rúmlega 8 milljónir í hverjum mánuði, eru færðar út af bankareikningi sjóðsins og inn á bankareikning KÍ. Þar liggja peningar sjóðsins í nokkrar vikur þar til þeim er skilað aftur til rétts eiganda. Vextir af þessum peningum skila sér ekki til sjóðsins né hefur sjóðurinn þessar fjárhæðir til ráðstöfunar meðan þær liggja annars staðar.

Skrifstofa KÍ stundar þannig hvorttveggja að draga fé frá framhaldsskólakennurum og gera þeim upp pólitískar skoðanir.

Kennarasamband Íslands er í höndunum á lítilli klíku sem skeytir hvorki um heiður né skömm þegar hagsmunir klíkunnar eru í húfi.


mbl.is Fleiri umsagnir með þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Bergz

þú ert semsagt að meina að viðkomandi séu samfóistar?

Snorri Bergz, 16.5.2015 kl. 10:07

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Þú ert beinskeyttari en ég, S. Bergz.

Páll Vilhjálmsson, 16.5.2015 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband