Flóttamenn og trúarátök í Evrópu

Þorri þeirra flóttamanna sem koma frá Miðausturlöndum til Evrópu er múslímskur. Ríki Evrópu og Evrópusambandið almenn stemma stigu við flóttamönnum frá þessum heimshluta sökum þess að múslímar aðlagast illa vestrænum samfélögum.

Herskáir múslímar, t.d. Ríki íslams, stórauka ótta almennings í Evrópu við aukið flæði innflytjanda.

Flóttamannastefna ESB, eins og hún birtist í áætlunum  Mare Nostrum og Triton, þar sem skip undir ESB-fána, þ.m.t. íslenskt varðskip, bjarga frá drukknun flóttamönnum í hriplekum skipum, er gagnrýnd fyrir að vera leigubílaþjónusta í þágu smyglara.

Harla ólíklegt er að stjórnvöld í Evrópuríkjum samþykki að veita viðtöku auknum fjölda flóttamanna. Vandi flóttamanna verður leystur í heimaríkjum þeirra. Og það mun taka töluverðan tíma.


mbl.is Gagnrýnir innflytjendastefnu ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband