Halldór og íslenska hrokaheimskan

Í útrásinni var ásetningur stjórnvalda að Ísland yrði fastaríki í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þar sem stærri ákvarðanir heimsmála ráðast. Á svið viðskipta átti Ísland að verða alþjóðleg fjármálamiðstöð.

Maðurinn sem er holdgervingur innistæðulausra draumóra um Ísland sem stórveldi í heimspólitík og alþjóðaviðskiptum er Halldór Ásgrímsson utanríkis- og forsætisráðherra á útrástíma. Hér er tilvitnun í Halldór sem varpar ljósi á íslenska hrokaheimsku

Ég á mér þann draum að í framtíðinni verði Ísland þekkt um víða veröld sem alþjóðleg fjármálamiðstöð," sagði Halldór í ræðu sinni. Sagði hann það tækifæri vera vegna þess að á Íslandi störfuðu kraftmikil alþjóðleg fyrirtæki, sem hefðu kosið að eiga hér höfuðstöðvar vegna ákjósanlegra skilyrða af hálfu stjórnvalda.

Þekktasti baráttumaður mannréttinda á seinni hluta 20stu aldar, Martin Lúther King, gerði orðin ,,ég á mér draum" ódauðleg. Að Halldór Ásgrímsson skuli nota nota sömu orð að lýsa íslenskri hrokaheimsku í sinni ömurlegustu mynd er handan þess að manni þyki það leitt. 

Þegar útlendingur segir okkur að ekki þýði að hugsa smátt rjúka halldórar landsins upp til handa og fóta og tala upphátt um stórveldið Ísland er gefi tóninn í heimsmálum og afl í alþjóðafjármálum.

Við hugsum stærst þegar við gætum þess vel sem okkur er treyst fyrir. Íslendingum er hvorki treyst fyrir heimsfriðnum né peningavaldi alþjóðasamfélagins. Okkur er treyst fyrir landinu sem við búum, arfi liðinna kynslóða og framtíð óborinna Íslendinga. Förum vel með allt þrennt. Þá erum við stór.  


mbl.is Þýðir ekki að hugsa smátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

 Ég er ennþá með viðbjóðshroll þegar ég heyri minnst á þennan mann, hann lofaði líka fíkniefnalausu Íslandi fyrir árið 2000.  Ég veit ekki hvort landsölumennirnir eru svo margir í raun og veru, en það heyrist hátt í þeim, og það eru einmitt fólkið sem gjammar hvað mest um lýðræði. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.4.2015 kl. 12:17

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Ég hef nú barasta ekki sagt eitt einasta ord!

Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 29.4.2015 kl. 13:10

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú veist að þögn er sama og samþykki smile

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.4.2015 kl. 14:00

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

"Jebb." Ég er sammála síduhöfundi.wink

Halldór Egill Guðnason, 29.4.2015 kl. 15:00

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.4.2015 kl. 15:32

6 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

 Ég er sammála Páli, get viðurkennt það blygðunarlaust, og með ánægju. En þessi sami Halldór Ásgrímsson er höfundur þess fiskveiðistjórnunarkerfis, sem enn er við lýði, og á enn að herða með makríl frumvarpinu, styður Páll það??? Og styður hann íslenska kvótakerfið??? 

Jónas Ómar Snorrason, 29.4.2015 kl. 18:50

7 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Mér finnst nú svolítið langt gengið ef menn geta ekki átt sér draum án þess að vera í beinni samkeppni við King.

Arnór Baldvinsson, 29.4.2015 kl. 20:35

8 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

"Okkur er treyst fyrir landinu sem við búum, arfi liðinna kynslóða og framtíð óborinna Íslendinga."

En er okkur treystandi fyrir þessu?

Það ku hafa verið útlendir menn sem að björguðu sögunum, bara svo eitt atriði sé rifjað upp.

Ásgrímur Hartmannsson, 30.4.2015 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband