Samstaða, líkt og laun, er lífskjör

Launakjör á Íslandi eru á hraðri uppleið og munu allir njóta góðs af. Að sama skapi munum við öll skaðast af kjarasamningum sem ekki er innistæða fyrir. Slíkir samningar vita á verðbólgu með tilheyrandi kollsteypu.

Enginn í ábyrgðastöðu boðar ósjálfbærar launahækkanir. En sumir, sem búa við hvað bestu lífkjörin, telja sig ekki þurfa að sýna samfélagslega samstöðu og skenkja sér og sínum launahækkanir sem yllu efnahagslegum óstöðugleika ef allir nytu.

Frétt af stjórnarmönnum tryggingafélags sem afsala sér hækkun launa vegna umræðunnar um aðstöðumun ólíkra þjóðfélagshópa er kannski VÍSbending um að skilningar sé fyrir hversdagslegum sannindum, sem svo auðvelt er að gleyma, að samstaða er hluti lífskjara okkar, ekki síður en launin.

 


mbl.is Afsala sér 75% launahækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband