Deilur í Samfylkingunni magnast

Frambođ gegn sitjandi formanni stjórnmálaflokks er vantraust. Einbođin skýring á vantrausti Sigríđar Ingibjargar og ţeirra sem studdu hana til formennsku er ađ Árni Páll sýnist ekki líklegur til ađ rífa upp fylgi flokksins.

Samfylkingin fékk háđuglega útreiđ í síđustu ţingkosningum, 12,9% fylgi. Flokkurinn liggur nćrri 15% í skođanakönnunum og eina huggun flokksmanna er ađ Vg mćlist minni.

Sóknarfćri flokksins eru takmörkuđ. Píratar soga upp óánćgjufylgiđ og Björt framtíđ hirđir kósíatkvćđin frá fólkinu sem hrćđist átök og málefnaágreining.

Evrópumál hafa skilgreint flokkinn mörg síđustu ár. Eftir ađ ESB-umsóknin strandađi á síđasta kjörtímabili eru Evrópumál orđin flokknum fjötur um fót. Ţađ sést best á vandrćđum flokksins á landsfundinum. Evrópumál voru ekki dagskrárliđur á fundinum sem er álíka og ađ Vinstri grćnir myndu ekki hafa umhverfismál á dagskrá.

Engu ađ síđur er Samfylkingin enn ESB-flokkur. Stuđningurinn viđ ESB-ađild er falinn í stjórnmálaályktun flokksins. Flokkurinn situr uppi međ ESB-máliđ en viđurkennir ađ ţađ sé til trafala.

Tveir meginţćttir verđa ađ vera fyrir hendi í stjórnmálaflokki til ađ hann nái árangri. Traust forysta og sćmilega skýr málefnastađa. Eftir landsfund Samfylkingar 2015 er hvorugu til ađ dreifa.

Ţegar flokksmenn átta sig betur á hörmungarstöđu Samfylkingar nćstu vikur og mánuđi munu deilurnar magnast. Enda styttist í nćstu ţingkosningar og fer hver ađ verđa síđastur ađ mćta ţar gyrtur í brók.

 

 

 


mbl.is Ekki deilt í fyrsta sinn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband