Gjaldmiðlastríð og evru-skrímslið

Álitsgjafar í efnahagsmálum vara við gjaldmiðlastríði stórþjóða er leiða mun til heimskreppu. Seðlabankar stórvelda s.s. Bandaríkjanna, Japans, Bretlands og núna Evrópusambandsins og Kína beita óhefðbundnum aðferðum eins og peningaprentun til að örva hagvöxt.

Peningaprentun gjaldfellir eina mynt gagnvart annarri og skapar tímabundið samkeppnisforskot - þangað til aðrir gjaldfella sína mynt. 

Peningaprentun er orðinn spenntur bogi í alþjóðahagkerfinu sem er við að bresta, en enginn veit hvernig og hvenær.

Flestir veðja þó á að bresturinn verði á evru-svæðinu enda fær það viðurnefnið skrímslið hjá hagspekingum á borð við Thomas Piketty.

Það er svo eftir öðru að íslenskir ESB-sinnar líta á það sem höfuðkost við Evrópusambandið að með aðild yrði hagkerfið okkar skrímslavætt.


mbl.is Kínverjar vilja örva hagvöxt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband