Hlýnun eða kólnun; hugmyndafræði og vísindaiðnaður

Ef maður efast um hlýnun jarðar af mannavöldum er maður kominn í flokk orkusóða. Fallist maður á hlýnunarfræðin tekur maður undir vísindaiðnað sem veltir milljörðum og er hugmyndafræðilegur þar skil á milli vísinda og áróðurs er ekki glöggur.

Varkár millivegur er að gefa sér hvoruga niðurstöðuna og minnast þess að veðurfar á jörðinni tekur náttúrulegum breytingum og hefur gert í tugþúsundir ára. Á hinn bóginn er ábyrgðarlaust að neita þeirri staðreynd að starfsemi mannsins, sem tegdunar, frá iðnbyltingunni felur í sér stórfelld inngrip í ferla náttúrunnar.

Við eigum góðu heilli íslenska vísindamenn sem skrifa á skiljanlegu máli um þessi fræði án þess að fórna fræðilegum fyrirvörum. Hér er eitt dæmi

Líklegast er að þessa hlýnun megi rekja til losunar gróðurhúsalofttegunda.

Milliríkjanefndin lagði mat á hvort þessa hlýnun mætti rekja til innri orsaka, svo sem tilviljanakennds náttúrulegs breytileika. Niðurstaðan er sú að það er afar ólíklegt að hlýnun síðustu 50 ára megi útskýra án breytinga í ytri aðstæðum. Samanlögð áhrif náttúrulegra þátta, það er eldgosaösku og breytinga á styrk sólar, hefðu líklega valdið kólnun á tímabilinu.

Vísindaumræða er sjaldnast hrein vísindi, og má raunar efast um hrein vísindi séu til, heldur er umræðan tengd margvíslegum hagsmunum sem lita hana.

Á hinn bógin eru margir sem tilbúnir eru til þess í nafni vísindanna að leggja til lög og reglur sem banna þetta og hitt í nafni náttúruverndar. Dísel sem eldsneyti er eitt yngsta dæmið um áróður sem miðar af því að hafa áhrif  á opinbera stefnumótun og þykist byggja á vísindum er gerir ekki.

Meðalhófið á við hér, líkt og á flestum sviðum mannlífsins.

 

  


mbl.is Jöklarnir 12% minni en áður talið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband