Gyðingahatur lite

Með því að krefja israelskar vörur sérmerktar eru sex þingmenn stjórnarandstöðunnar að segja Israel og þjóðina sem þar býr ómerkilegri en aðrar þjóðir.

Þjóðernishatur byggir á mismunun, þar sem einhver er sagður ómögulegur en annar samþykktur.

Væri ekki nær fyrir þessa sex þingmenn á þjóðþingi Íslendinga að beita starfsþreki sínu á huggulegri hátt en að ala á hatri?


mbl.is Vilja merkja vörur frá hernumdu svæðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Eftir allar upphrópanirnar um rasisma vegna kröfu framsóknarkvenna um nýja staðsetningu mosku í Reykjavík, er fróðlegt að sjá þessa hreinræktuðu rasistatillögu. Þetta fólk hefur ekki einu sinni vit á að grjót halda kj.... Um tvískinnung sinn.

Ragnhildur Kolka, 19.2.2015 kl. 12:06

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég verð að segja að ég er orðinn verulega þreyttur á þessu pakki sem þykist geta kallað aðra rasista fyrir að vilja ekki að múslimar fái frítt spil og fríar lóðir til að prédika óhindraðan ómengaðan hatursáróður og unga út hryðujuverkamönnum, en síðan er þetta lið mestu rasistarnir sjálfir.

Nýlega opinberaði Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson einn mann sem henti mér út af Facebook-vinalistanum og kallaði mig rasista. Þessi sami maður spýtti síðan út úr sér viðbjóðslegum niðrandi hatursummælum og fordómum um Gyðinga á Facebook, sem Vilhjálmur hafði tekið skjámyndir af. Ég hélt það væri ekki hægt að sýna svona mikinn rasisma í nafni baráttunnar gegn rasisma.

Hvað varðar sérmerkingar á vörum frá Ísrael, hefur maður séð þetta lið stinga upp á sérmerkingu á vörum frá Kína, sem eru með stjórnvöld sem keyrðu yfir eigin þegna á skriðdrekum á sínum tíma og tóku ekki beinlínis með silkihönskum á mótmælendum í Hong Kong?

Eða sérmerkingu á vörum frá Rússlandi? Ég held ég sleppi því að tala um vörur frá Arabalöndunum, en þar eru mannréttindi reyndar ekki slæm. Af þeirri einföldu ástæðu að sem er ekki til staðar, getur ekki verið slæmt.

Theódór Norðkvist, 19.2.2015 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband