Stríðsógnin hangir yfir Evrópu

Evrópusambandið og Bandaríkin sérstaklega eiga erfitt með að viðurkenna mistökin sem voru þegar þegar stefnan var tekin á útþenslu Nato í austurátt eftir fall kommúnismans á tíunda áratug síðustu aldar.

Með kommúnismanum féll ekki valdapólitík Evrópu, þótt sumir vestur í Washington virðast halda það.

Evrópusambandið (les: Frakkar og Þjóðverjar) verða að finna lausn á sambúðarvanda við Rússa sem tekur mið af gagnkvæmum öryggishagsmunum. Á meðan það er ekki gert hangir stríðsógnin yfir Evrópu.


mbl.is Skilyrði Rússa óásættanleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

http://eyjan.pressan.is/frettir/2015/02/12/samningar-virdast-vera-ad-nast-um-frid-i-ukrainu/

Jón Ingi Cæsarsson, 12.2.2015 kl. 13:31

2 Smámynd: Skeggi Skaftason

Voru það ekki austur-Evrópuríkin SJÁLF sem vilu komast inní NATÓ?  Voru það mistök NATÓ-ríkja að leyfa þeim það?  Voru það mistök ESB að hleypa austur-Evrópuríkjum inn í ESB?  ESB og NATÓ hafa ekki "innlimað" nein austur-Evrópuríki i sínar raðir. Þessar þjóðir hafa gengið inn í þetta samstarf af fúsum og frjálsum vilja. Það kann að ergja Rússa. En eiga Rússar rétt á að skipta sér af slíkum innanríkismálum í grannríkjum sínum?

Ert þú að leggja til að vestur-Evróuríki eigi að hindra austur-Evrópuríki frá því að efla samvinnu til vesturs, í viðskiptum, varnamálum o.fl., til að friðþægjast Rússum?

Skeggi Skaftason, 12.2.2015 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband