Úkraína, Grikkland og lömuð Evrópa

Evrópusambandið stendur ráðþrota í tveim deilumálum sem yfirskyggja allt annað á alþjóðavettvangi: Úkraínudeilunni við Rússa annars vegar og hins vegar evru-deilunni við Grikki.

Evrópusambandið leitar á náðir Bandaríkjaforseta að þvinga Rússa að samningaborði vegna Úkraínudeilunnar. Bandaríkin bera raunar þunga ábyrgð á Úkraínudeilunni enda knúðu bandarískir hagsmunir á um að Úkraína sliti sig frá rússnesku forræði. Evrópusambandið spilaði með og ætlaði Úkraínu á sitt áhrifasvæði en á enga innistæðu fyrir slíkri stöðutöku í Austur-Evrópu, - sem berlega kom í ljós þegar Rússar tóku að vopna uppreisnarmenn gegn stjórninni í Kænugarði.

Í evru-deilunni vð Grikki er þrátefli milli Brussel og Grikkland. Grikkir hóta að leita á náðir Rússa ef þeir fá ekki afskrifaðar skuldir við ESB. Jeremy Warner á Telegraph telur þjarkið við Grikki ESB skeinuhættari en Úkraínu-deilan og segir líklegt að Bandaríkin verði að bjarga Evrópu í þriðja sinn á 100 árum - með vísun í fyrra og seinna stríð.

Annar Telegraph höfundur, Evans-Pritchard, segir Grikki jafnvel leita eftir stuðningi hjá Kínverjum, ef ESB-ríkin fallast ekki á afskriftir skulda.

Í báðum deilumálunum sýnir Evrópusambandið sig vera risa á brauðfótum. ESB býr að ógnarsterkri stöðu sem kerfisveldi og framleiðir ógrynnin öll af lögum og reglugerðum. Slík pappírstígrisdýr duga skammt þegar á reynir, líkt og í Úkraínu og Grikklandi. 

 


mbl.is Obama hringdi í Pútín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvar er einhver sönnun fyrir því að Rússar séu eða hafi verið að vopna  uppreisnarmenn gegn stjórninni í Kænugarði?

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 11.2.2015 kl. 20:33

2 Smámynd: Skeggi Skaftason

Þorsteinn - - - vá. Ekki einu sinni Pútín sjálfur neitar því.

Skeggi Skaftason, 13.2.2015 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband