Gríska veikin breiðist út í ESB

Grikkir kusu sér marxískan æskulýðsleiðtoga á mótorhjóli að varpa af sér ógreiddum reikningum frá Evrópusambandinu vegna eyðufyllerís á þýskum vöxtum í átta ár. Grikkinn Tsipras er orðinn fyrirmynd skuldseigra Suður-Evrópumanna án greiðsluvilja.

Takist Tsipras að knýja ESB til að veita Grikkjum skuldaafslátt eru önnur evru-ríki í Suður-Evrópu, s.s. Spánn og Portúgal, þegar í röð að krefjast sömu kjara.

Þess vegna verður Grikkjum ekki bjargað nema þeir haldi gerða samninga um niðurskurð og hreinsun í opinberum rekstri. Grikkir segjast standa frammi fyrir norður-kóreskum veruleika eftir hálfan mánuð án nýrra neyðarlána.

Líkur eru á því að ráðandi öfl í Evrópusambandinu líti svo á að Grikkland sé drep í evru-skrokknum og verði að skera burt áður en drepið gengur af sjúklingnum dauðum.

Fjöldamótmæli í Madrid eru vísbending að gríska drepið sé þegar komið í önnur skuldseig evru-ríki.

 


mbl.is Tugþúsundir Spánverja mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband