Tvær kostulegar fréttir um laun og tækifæri

Allir sem komnir eru til vits og ára skilja að tækifæri detta ekki af himnum ofan. Tækifæri, að ekki sé talað um atvinnutækifæri, verða til þegar einstaklingur les í umhverfi sitt; en ekki þegar ríkisvald ákveður að búa til stofnun og ráða til sín sérfræðinga.

Þeir sem segja ekki tækifæri á Íslandi og það sé ástæðan fyrir brottflutningi fólks umfram aðflutta eru í raun að segja að fólk nenni ekki að lesa í umhverfi sitt. Það er ekki líkleg skýring. Hitt er líklegra að fólk leiti hófanna í útlöndum til að öðlast reynslu og þekkingu af öðru umhverfi en hér heima. Og það er harla gott.

Hin kostulega fréttin er af yfirborguðu bæjarstarfsmönnunum í Kópavogi. Yfirbragð fréttarinnar er undrun yfir því að laun gætu lækkað ef einhver kærir launamismunun og vill leiðréttingu. Hvers vegna ætti leiðréttingin alltaf að vera upp á við?


mbl.is Skortir tækifæri á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það gæti orðið dráttur á næstu málssókn til "launaleiðréttingar".

Ragnhildur Kolka, 31.1.2015 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband