Ásmundur stækkaður til 'ann verði auðveldra skotmark

Fæstir myndu segja að Ásmundur Friðriksson gæfi tóninn í pólitískri umræðu Sjálfstæðisflokksins. Á laugardag skrifaði Ásmundur færslu á feisbúkk sem var meiðandi í garð múslíma á Íslandi og lagði til óverjandi nálgun, sum sé að gruna tiltekinn þjóðfélagshóp um lögbrot sakir trúarsannfæringar hópsins.

Ef allt væri með felldu hefði feisbúkkfærslan fallið niður dauð líkt og mörg vanhugsuð ummæli gera. Kannski, þar sem í hlut á þingmaður, hefði verið rétt að finna út hvort eitthvað væri á bakvið málið s.s. umræða í þingflokki eða drög að þingmáli. Það ber að hafa í huga að orð Ásmundar féllu á feisbúkk ekki á ræðustól í alþingi.

En það er ekki allt með felldu. Ný gerð af þjóðfélagsumræðu ryður sér til rúms þar sem spila saman pólitískir spunakarlar, bloggarar, netmiðlar og fjölmiðlar. Markmiðið í þessari umræðu er ekki að upplýsa eða skiptast á skoðunum heldur að gera aðsúg að fólki og flokkum.

Um helgina voru gerðar myndir af Ásmundi með ummælunum og þeim komið í rafræna dreifingu. Ungir jafnaðarmenn eru skráðir fyrir myndinni og þar feisbúkkfærslan orðin að beinni tillögu um ofsóknir gegn minnihlutahópi og spurt: ,,Er þetta hinn ,,frjálslyndi" Sjálfstæðisflokkur?"

Ásmundur er gerður að helsta talsmanni Sjálfstæðisflokksins í málefnum innflytjenda til að auðveldara sé að 'tak'ann niður'. RÚV spilaði með og kallaði þingmanninn í viðtal í hádeginu. Bloggarar, einkum af vinstri vængnum, og netmiðlar af sama sauðahúsi lögðu í púkkið.

Ásmundur og Sjálfstæðisflokkurinn eru þannig orðnir að allsherjarskotskífu óteljandi miðla fyrir sakir vanhugsaðrar feisbúkkfærslu. Þetta skoðanaáhlaup heppnaðist fullkomlega.


mbl.is Má ekki drepa sendiboðann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Er Morgunblaðið hluti að þessu ógurlega samsæri gegn Ásmundi?

http://www.mbl.is/smartland/stars/2015/01/13/fekk_leonce_i_afmaelisgjof/

Wilhelm Emilsson, 13.1.2015 kl. 20:40

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Og er Samband ungra sjálfstæðismanna hluti af samsærinu líka?

http://www.visir.is/ungir-sjalfstaedismenn-vilja-ad-asmundur-bidji-muslima-afsokunar/article/2015150119683

Og þingflokksformaður Sjálfstæðismanna?

http://www.visir.is/afstada-asmundar-samraemist-ekki-stefnu-flokksins/article/2015150119613

Wilhelm Emilsson, 13.1.2015 kl. 20:48

3 Smámynd: Tryggvi Helgason

Islam er ekki "trú" eða trúarbrögð, heldur alræðis- og einræðisstefna, líkt og kommúnistminn og nasistminn.

 

"Islam" þýðir undirgefni á arabísku og allir þeir sem undirgangast að vera múslimir, þeir verða að hlýða í einu og öllu, því sem þeim er sagt. "Imarnir", - prestarnir þeirra sjá um það og hafa kóraninn að leiðarljósi.

 

Þegar einhver Iman segir einhverjum múslima að fara til Frakklands, Þýskalands eða Íslands, þá verður sá hinn sami að fara, hvort sem honum líkar betur eða verr. Hver einasti múslimi sem kemur inn í Evrópu, er sendur þangað.

 

Þeim er skipað að fara, - þeim eru gefnar allar upplýsingar um það, hvað þeir eigi að gera, hvað þeir eigi að segja, hvaða pappíra þeir eigi að hafa í höndunum o.s.frv. Ef þeir ekki hlýða, þá vita þeir hvað þeir eru að kalla yfir sig.

 

Er þetta eitthvað sem við, Íslendingar, viljum hleypa inn í landið ? Mitt svar er “NEI”, - ég vil ekkert inn í landið, - ekkert sem tengist Islam eða kóraninum á nokkurn hátt.

 

 

Við höfum nóg vandamál fyrir, þótt ekki bætist nú við, þessi óskapnaður.

Tryggvi Helgason, 13.1.2015 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband