Kjarnorkusprengja á Þýskaland

Sókn Þjóðverja gegn innrásarliði bandamanna veturinn 1944 til 1945 í gegnum Ardennafjöll var örvæntingarfull tilraun Hitlers að snúa stríðsgæfunni sér í hag. Innrás bandamanna sumarið 1944 á meginlandið skyldi hrundið og þeir reknir til sjávar, líkt og Þjóðverjum tókst í leifturstríðinu í maí 1940 er Bretar voru umkringdir í Dunkirk.

Sagnfræðingurinn Karl-Heinz Frieser er sérfræðingur í þýskri stríðssögu. Hann segir í viðtali að Hitler sjálfur skipulagði Ardennasóknina og byggði þar á Schliffenáætluninni frá fyrra stríði. Fyrst átti að reka heri bandamanna úr Frakklandi og Belgíu en síðan að flytja stærsta hluta þýska hersins á austurvígstöðvarnar og stöðva sókn Rauða hersins í Póllandi.

Ardennasókn Þjóðverja byrjaði vel en rann út í sandinn. Þýsku skriðdrekarnir, sem áttu að bera meginþunga sóknarinnar, voru með bensín til 60 km aksturs en leiðin til Antwerpen í Belgiu var 200 km en þangað var stefnt til að kljúfa her bandamanna. Þýsku skriðdrekunum var ætlað eldsneyti úr birgðum bandamanna. ,,Blitzkrieg ohne Benzin" stöðvaðist um jólin 1944.

En ef, og þetta er stórt ef, Þjóðverjum hefði tekist að hrekja innrásarher bandamanna til sjávar veturinn 1945 hver hefðu viðbrögð bandamanna orðið? Karl-Heinz Frieser gefur þetta svar:

Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að svara þeirri spurningu: fyrstu kjarnorkusprengjunni hefði þá ekki verið varpað á Hiroshima heldur þýska borg.

Saga í viðtengingarhætti er áhugaverð pæling.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband